22 May 2010

Ömmu-Ferningur

Hér er uppskrift af því hvernig á að gera hefðbundinn ömmu-ferning.
Þið megið endilega deila því með mér hvort þessi uppskrift nýtist ykkur eða ekki.

Upphafslykkjur: Byrjið með lit A, heklið 6 ll og tengið með kl til að mynda hring.

1. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í hringinn, 3 ll, * 3 st í hringinn, 3 ll; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit B.

2. umf: Tengið lit B í hvaða loftlykkjubil sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil (horn búið til), *1 ll, [3 st, 3ll, 3 st] í næsta loftlykkjubil; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, 1 ll, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit C.

3. umf: Tengið lit C í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *1 ll, 3 st í ll bilið, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni enn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit D.

4. umf: Tengið lit D í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *[1 ll, 3 st], í hvert loftlykkjubil meðfram ferningnum, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

Hvað er:
ll - st - kl


Ef ferningurinn á að vera stærri þá er hægt að gera eins margar umferðir og mann lystir c",)
Ferningurinn sem ég gerði hér var 7 umferðir.

4 comments:

 1. Sæl
  Ég er nýbúin að læra að hekla, þökk sé youtube, eins og ég prjóna mikið og sauma út þá hef ég aldrei lært þetta handbragð fyrr en núna. Bloggið þitt er alger gullnáma fyrir svona handavinnufíkla eins og mig:-) Ég er að hekla teppi eftir þessari uppskrift en er að spá í hvernig þú gengur frá því, heklaru ferningana saman eða saumar?
  Svo langar mig svo agalega mikið að hekla utan um krukkur eins og ég hef séð hjá þér, selur þú uppskriftir?
  Bestu kveðjur Margrét Bald

  ReplyDelete
  Replies
  1. Afsakið Margrét ég sá ekki kommentið þitt fyrr en nú. Tel það mjög líklegt að þú hafir nú þegar fundið út úr þessu :)

   Delete
 2. Takk fyrir þetta, ég er að hekla teppi úr svona bútum núna, getur þú sagt mér hvernig best er að festa þá alla saman til að búa til teppi úr þeim?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég hef ekki gert nema 2 teppi úr ömmuferningum og í bæði skiptin heklaði ég þau eins saman.

   Ég heklaði fastapinna í loftlykkjubilin (man ekki hvort ég gerði 1 eða fleiri) gerði svo loflykkjur og hoppaði yfir stuðlana. Áttaru þig á hvað ég meina?

   Annars eru til hellingur af aðferðum ef þú getur lesið ensku.
   https://www.google.is/search?q=joining+granny+squares&aq=f&sugexp=chrome,mod=13&sourceid=chrome&ie=UTF-8

   Delete