09 March 2012

Fleiri smekkir

Þegar við vorum á Spáni í sumar þá fann ég þessa smekki í Tælenskri "drasl" búð...þeir kostuðu ekki einu sinni eina evru hver ef ég man rétt. Við systur vorum nýlega óléttar báðar, komnar ca. 10-14 vikur, svo það hentaði fínt að það væru bara til gulir smekkir. 

Smekkirnir hafa svo legið niðrí skúffu þar til Aþena litla var skírð svo ég gæti saumað í þá.
Tók mér bækur á bókasafninu með fullt af útsaumssporum.
Smekkirnir voru kjörin vettvangur til að prufa e-ð nýtt.Hér eru frændsystkinin svo með smekkina sína. Hvorugt var sérstaklega ánægt.
Myndirnar voru teknar í gær en þá var Aþena 8 vikna gömul og Móri 4ra vikna.
Það er voða gaman að eiga litla frænku sem er svona nálægt Móra í aldri,
mar fær svona tvíburaútrás í öllu föndri.

06 March 2012

Heklaður hringsmekkur

Ég er svo glöð að geta heklað aftur. Er þó ekki alveg orðin góð í hendinni...svo ég er að taka því rólega...en þetta er allt að koma. Ég tók mig til fyrir stuttu og heklaði 4 hringsmekki. 

Tvo handa Móra mínum og tvo handa Aþenu litu systurdóttur minni.

Ég notaði Mandarin Petit garn og heklunál nr. 3,5 í fyrstu tvo smekkina. Ég hekla hins vegar svo fast að þeir eru ekkert rosalega stórir. Svo ég heklaði næstu tvo með nál nr. 3,75 og það munaði alveg smá á stærðinni. Hins vegar finnst mér þeir smekkir ekki nógu fínir því þeir eru ekki jafn þétt heklaðir.


Uppskriftin er klassísk og fann ég hana á netinu fyrir nokkru síðan. Sem betur fer prentaði ég uppskriftina út því hlekkurinn virkar því miður ekki lengur.

Hann Móri minn er samt soldið fyndinn með smekkinn sinn því hann lítur soldið út eins og hann sé með prestkraga...en sætur er hann samt.
05 March 2012

Mottumars

Guðmunda systir er að selja vörur til styrktar Mottumars og ég má til með að auglýsa þær aðeins. Ef þér vex ekki skegg en langar samt sem áður að vera memm skartaðu þá öðrvísi mottu og styrktu verðugt málefni um leið.

Nælur
Svart yfirvaraskegg á gráu efni, svart yfirvaraskegg á hvítu efniog hvítt yfirvaraskegg á dökkbláu efni.Nælurnar eru 5 cm á breidd og kosta 1.500 kr. stk.500 kr. renna til styrktar Krabbameinsfélagsins.

Bókaklemmur
Svart, brúnt, fjólublátt, grænt, blátt og bleikt yfirvaraskegg.

Bókaklemman er 10 cm á lengd og verðið er 1.500 kr. fyrir tvær klemmur.500 kr. renna til styrktar Krabbameinsfélagsins.


Ermahnappar
Svört yfirvaraskegg.
Parið kostar 1.500 kr. 
500 kr. renna til styrktar Krabbameinsfélagsins.


Ef þið hafið áhuga hafið þá endilega samband við Guðmundu og leggið inn pöntun. Netfangið hennar er gudrunardaetur@gmail.com02 March 2012

Ein ég sit og sauma

Þar sem ég gat ekki heklað seinustu vikur meðgöngunnar en gat saumað þá missti ég mig soldið í því. Ætlaði að gera sér blogg um hvert og eitt verkefni en nenni ekki...svo þetta kemur allt bara í einni klessu.

1. Ákvað að gera svona nafna-fæðingar-hvað sem þetta heitir-mynd handa Móra kallinum og vildi eiga í stíl handa Mikael svo ég gerði tvær.
2. Hef fyrir löngu bloggað um mynsturbókina hennar ömmu - Føroysk Bindingarmynstur - og ást mína á henni. Þetta er safn af 100 ára gömlum Færeyskum prjónamynstrum. Ég er ekki nógu dugleg að prjóna svo ég hef í raun aldrei getað gert mikið annað en dáðst að henni. Eitt kvöldið datt mér þó í hug að sauma mynstrin. Dundaði mér við að gera þrjár prufur áður en ég skellti mér í að teikna upp verkefni með mynstri úr bókinni.

3. Klósettvísa Gissurs. Barnsfaðir minn heyrði þessa vísu og langaði svo í hana saumaða inn á klósett hjá sér. Útkoman varð þessi. Mynstur-raminn er auðvitað úr bókinni hennar ömmu. 

Þar sem sonur minn virðist alltaf finna það á sér þegar ég ætla að blogga og heimtar þá að fá brjóst þá verður þetta ekki lengra að sinni.