Þegar við vorum á Spáni í sumar þá fann ég þessa smekki í Tælenskri "drasl" búð...þeir kostuðu ekki einu sinni eina evru hver ef ég man rétt. Við systur vorum nýlega óléttar báðar, komnar ca. 10-14 vikur, svo það hentaði fínt að það væru bara til gulir smekkir.
Smekkirnir hafa svo legið niðrí skúffu þar til Aþena litla var skírð svo ég gæti saumað í þá.
Tók mér bækur á bókasafninu með fullt af útsaumssporum.
Smekkirnir voru kjörin vettvangur til að prufa e-ð nýtt.
Smekkirnir voru kjörin vettvangur til að prufa e-ð nýtt.
Hér eru frændsystkinin svo með smekkina sína. Hvorugt var sérstaklega ánægt.
Myndirnar voru teknar í gær en þá var Aþena 8 vikna gömul og Móri 4ra vikna.
Myndirnar voru teknar í gær en þá var Aþena 8 vikna gömul og Móri 4ra vikna.
Það er voða gaman að eiga litla frænku sem er svona nálægt Móra í aldri,
mar fær svona tvíburaútrás í öllu föndri.
mar fær svona tvíburaútrás í öllu föndri.
Alltaf svo gaman að kíkja á síðuna þína, svo fallegt handverkið hjá þér.
ReplyDeleteTil lukku með prinsinn.
Mig langar að hekla Sarafia teppið, hvaða garn notar þú og hvað er það ca stórt eins og þú gefur upp í uppskriftinni?? kv. Sigga
Takk takk c",)
ReplyDeleteÉg er búin að losa mig við öll Sarafiu teppin og ég man ekki alveg hvað þau voru stór, en þau voru ca. 70x100 minnir mig, er það ekki voða klassísk barnateppastærð?
Ég notaði akríl garn í öll teppin mín, Mayflower og King Cole baby. Notaði nál nr. 3,5 og hekla fast.
Vona að þetta hjálpi c",)
fallegir þessir hjá þér! :-)
ReplyDelete