24 August 2011

Litasprengja

Ég er þannig gerð...held ég hafi pottþétt minnst á það áður...að ég fæ flugur í hausinn og verð að hlaupa til og framkvæma þær jafnóðum.

Ég fékk svoleiðis flugu í hausinn núna um daginn. Yngri systir mín er ólétt og er sannfærð um að hún gangi með strák (verður staðfest eða ekki 31. ágúst). Mig langaði að gera handa henni teppi...eins og ég geri alltaf...en mig langaði að gera e-ð öðrvísi.
Ég á alveg endalaust mikið af garni og mikið af því eru afgangar eða ein dokka svo það dugar ekki í heilt verkefni eeen það gæti nýst í samsuðu sem yrði alger litasprengja.

Svooo ég safnaði saman öllu garninu sem ég átti og var af svipuðum grófleika.

Í bláum lit.

Í hvítum lit.

Í grænum lit.

*****

Niðurstaðan varð þessi:

Marglitt teppi handa Jóhönnu.

Og það er svo sannarlega litasprengja.

Teppið er einstaklega einfalt í framkvæmd, heklað fram og til baka.
Ég notaði eins og fyrr segir alls konar garn og heklunál nr. 5,5.

Það kemur mjööög skemmtilega út að eigin mati.

Það er heklað úr spori sem myndi þýðast á íslensku sem Stör(sedge stitch).

Ég heklaði svo utan um það með gráu Lanett og nál nr. 3
Og notaðist ég við þessa aðferð.


Planið er svo að setja inn uppskrift fljótlega.
Sem er eins og alltaf þegar ég nenni c",)

21 August 2011

Long time no see

Mikið er ég nú búin að vera léleg að blogga. Næstum einn og hálfur mánuður.
Ég er ekki búin að vera alveg jafn löt að hekla...en samt frekar löt líka.

Það sem er svona helst að frétta síðustu vikuna er 15 mín frægð mín eftir að viðtal við mig birtist í Fréttablaðinu. Blaðamaður hringdi í mig og spurði hvort ég vildi vera memm. Ég er alveg smá montin og ánægð með þetta. Meir að segja myndin kom vel út...ég sem var svooo sjálfsmeðvituð allan tímann sem ljósmyndarinn var að smella af.


Við systurnar skelltum okkur svo með Guðrúnardætur vörurnar okkar á Hönnunar- og listamarkaði á Óðinstorgi í gær...á Menningarnótt. Við höfum aldrei verið með sölubás á svona markaði áður og erum bara mjög ánægðar með frammistöðu okkar þarna og árangur.
Vorum sáttar og uppgefnar eftir daginn.


Stærsta frétt vikunnar hjá mér er án efa samt sú að ég hætti í vinnunni minni hjá Já á föstudaginn. Á morgun byrja ég svo aftur í skóla. Förinni er heitið í Menntavísindasvið Hí að læra að vera handavinnukennari...eins og það var kallað þegar ég var lítil.
Er alveg pínu stressuð. En svaka spennt samt.

Hver veit kannski á ég eftir að hafa meiri tíma til að hekla...eða alls ekki c",)