26 August 2010

Fullt fullt af ferningum

Ég byrjaði fyrir löngu síðan að gera fullt af ferningum úr garni sem ég átti. Planið var að gera rúmteppi handa mér. En eins og svo oft áður þá snýst mér hugur áður en ég klára verkið. En þar sem ég var búin að hekla alveg fullt fullt af ferningum ákvað ég að gera frekar nokkur barnateppi og reyna að selja þau bara.

Só far er ég búin að klára tvö teppi. Fjólubláa og Bláa. Ég missti mig aðeins með myndavélina að taka myndir af þeim svo það eru margar margar myndir...en það er alltaf gaman af myndum.

Fjólubláa teppið er því miður eiginlega í minni kanntinum en ég átti ekki næga ferninga til að hafa það stærra. Frekar pirrandi þegar það vantar 2 eða jafnvel 1 ferning til að klára...og allt garn er búið. Það er samt ekkert dvergteppi...bara ekki jafn stórt og ég vildi hafa það. En það er 5x7 eða alls 35 ferningar.

Ég heklaði það saman með því að snúa ferningunum saman á röngunni og hekla keðjulykkjur aðeins í aftari lykkjurnar. Þyrfti eiginlega að eiga mynd af því hvernig þetta er framkvæmt...finnst merkilega erfitt að útskýra það. Anywho.

Ég gerði svo tvær umferðir af fastapinnum utan um og gerði hnúta í þeirri seinni.

Svo verður að fylgja ein mynd af Guðmundu bollukisu að hafa það náðugt...þar sem er garn þar er Guðmunda.


Bláa teppið. Vá það heppnaðist svo skemmtilega vel. Ætlaði upprunalega að hafa bara tvo liti. En viti konur það vantaði 2 eða 3 ferninga til að það heppnaðist. Svo ég bætti þriðja litnum við...þessum dökk bláa...og ég er ekkert smá glöð með það. Þetta teppi er sem betur fer stærra og er 6x8 eða alls 48 stk ferningar.
Mér finnst það alveg geggjað...svo geggjað að ég missti mig algerlega í að taka myndir af því.




Ég ákvað að prófa nýja aðferð við að hekla saman...reyndar er þetta í fyrsta skiptið sem ég notað báðar þessar aðferðir til að hekla saman. Í þetta sinn voru ferningarnir lagðir saman á réttunni og heklaðar keðjulykkjur í aftari hluta lykkjunar. Útkoman er voða slétt og felld.


Ég ætlaði að reyna nýja týpu af kannti utan um þetta, en eftir tvær misheppnaðar tilraunir þá ákvað ég að halda mig bara við hnútana. Enda er ég voða skotin í þessum hnútum.




Það kemur einstaka sinnu fyrir líka að Panda skinnið sýnir heklinu áhuga líka.
Ég á enn fullt af ferningum sem stendur til að gera fleiri teppi úr. Hendi með nokkrum myndum...svona afþví að ég er hvort eð er búin að tapa mér í myndunum...af litasamsetningum í næstu teppum.






25 August 2010

Mósaík Miðvikudagur

Það er búið að vera frekar rólegt hérna á blogginu hjá mér. Ég er með verkefni í gangi sem gengur frekar hægt, en miðar samt e-ð áfram. Ég er að gera nokkur barnateppi úr ferningum og er að dunda mér við að prófa nýjar aðferðir við að hekla þá saman og hekla utan um teppin. Set fljótlega inn myndir þegar það er komin heildarmynd á þetta.

En þangað til kemur enn ein mósaík innblásturs mynd. Í þetta sinn eru það Amigurmi fígúrur. Ég hef enn ekki prófað að gera svona sjálf en langar til að prófa. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt og súper sætt. Hér koma nokkrar myndir sem ég er að fíla.

1. Floot #7, 2. Giraffe, 3. Polka Dot Bity Birdy,
4.
Untitled, 5. Cheep cheep!, 6. Anne Claire Petit Handmade Crochet Elephants
7. Gir 8. Russian Matryoshka 9. Bob the Super Monstie

08 August 2010

Hvað ætti ekki að hekla?

Það er eitt hekl blogg sem ég skoða stundum sem sker sig aðeins úr frá öðrum hekl bloggum.

What Not to Crochet
Because there’s always one more crochet design that shouldn’t be made!

Eigandi bloggsins er ekki að stæra sig af sínu eigin hekli...heldur deila skoðunum sínum á því sem henni finnst vera ljótt hekl. Mér finnst þetta frekar fyndin síða...en mömmu finnst hún ekki alveg jafn fyndin. Mömmu finnst ljótt að gera grín að því sem aðrir eru að hekla sér...því þeim finnst það líklegast mjög fallegt. En já sumt heklið þarna finnst mér alveg skelfilegt...en það er ekki skelfilegra en það að það fær mig til að hlæja.

Og já sumt heklið þarna er ekki svo slæmt. Ég fann eitt núna um daginn sem ég var búin að "uppáhalda" á Flickr en þessum bloggara langaði til að æla c",)


Anywho ég mæli samt með því að þið skoðið þessa síðu - ef þið hafið ekkert á móti því að hlæja að öðrum - og sjáið hvort ykkur finnst þetta jafn hræðilegt.