Só far er ég búin að klára tvö teppi. Fjólubláa og Bláa. Ég missti mig aðeins með myndavélina að taka myndir af þeim svo það eru margar margar myndir...en það er alltaf gaman af myndum.
Fjólubláa teppið er því miður eiginlega í minni kanntinum en ég átti ekki næga ferninga til að hafa það stærra. Frekar pirrandi þegar það vantar 2 eða jafnvel 1 ferning til að klára...og allt garn er búið. Það er samt ekkert dvergteppi...bara ekki jafn stórt og ég vildi hafa það. En það er 5x7 eða alls 35 ferningar.
Ég heklaði það saman með því að snúa ferningunum saman á röngunni og hekla keðjulykkjur aðeins í aftari lykkjurnar. Þyrfti eiginlega að eiga mynd af því hvernig þetta er framkvæmt...finnst merkilega erfitt að útskýra það. Anywho.
Ég gerði svo tvær umferðir af fastapinnum utan um og gerði hnúta í þeirri seinni.
Svo verður að fylgja ein mynd af Guðmundu bollukisu að hafa það náðugt...þar sem er garn þar er Guðmunda.
Bláa teppið. Vá það heppnaðist svo skemmtilega vel. Ætlaði upprunalega að hafa bara tvo liti. En viti konur það vantaði 2 eða 3 ferninga til að það heppnaðist. Svo ég bætti þriðja litnum við...þessum dökk bláa...og ég er ekkert smá glöð með það. Þetta teppi er sem betur fer stærra og er 6x8 eða alls 48 stk ferningar.
Mér finnst það alveg geggjað...svo geggjað að ég missti mig algerlega í að taka myndir af því.
Ég ákvað að prófa nýja aðferð við að hekla saman...reyndar er þetta í fyrsta skiptið sem ég notað báðar þessar aðferðir til að hekla saman. Í þetta sinn voru ferningarnir lagðir saman á réttunni og heklaðar keðjulykkjur í aftari hluta lykkjunar. Útkoman er voða slétt og felld.
Ég ætlaði að reyna nýja týpu af kannti utan um þetta, en eftir tvær misheppnaðar tilraunir þá ákvað ég að halda mig bara við hnútana. Enda er ég voða skotin í þessum hnútum.
Vá! Þessi teppi eru æðislega falleg! :) Ertu með uppskrift af þeim hér á síðunni hjá þér?
ReplyDeleteFlott síða! Ertu með uppskrift af þessum ferningum? Og hvernig tengirðu saman ömmuferninga? Ég er 2 daga gömul í heklinu og finnst þetta rosalega skemmtilegt. Komin með 5 ömmuferninga og stefni á að klára nógu marga í lítið teppi. Var reyndar að fatta núna áðan að það er ekki sama hvernig þetta snýr allt saman, þ.e. að það er rétta og ranga. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt...
ReplyDelete