22 May 2010

Ferningar & Uppskriftir

Ég var að prófa að hekla 3 mismunandi ferninga í sömu litum og sömu stærð. Ég hef séð mörg teppi sem eru gerð úr mörgum mismunandi ferningum og þau koma oft mjög flott út...en stundum eru þau bara aaaallt of mikið.

Mér finnst blóma og hnúta ferningarnir rosa sætir saman.
Er ekki alveg jafn hrifin af ömmu ferningnum þarna.

Ég notaði heklunál nr. 3,5. Hvíta garnið er King Cole Big Value Baby. Bleika er Silver Dream, án glimmers. Bæði keypt í Rúmfó.

Uppskrift af ömmu-ferning - hnúta-ferning - blóma-ferning

Blóma ferningur #1

Hér er uppskrift af þrívíddar blóma ferningi. Ég ákvað að nota sprengt garn til að gera blómin svo þau yrðu mislit. Mér finnst þessir bleiku og hvítu ferningar skemmtilega væmnir.

Þrívíddar ferningar eru soldið scary þegar mar sér þá fyrst, en um leið og mar skilur hvernig þetta er gert þá er þetta merkilega auðvelt og mjög svo töff.

Upphafslykkjur: Byrjið með lit A, heklið 5 ll, tengið saman með kl til að mynda hring.

1. umf: 6 ll (telst sem 1 st og 3 ll), [1 st í hringinn, 3 ll] 7 sinnum, tengið saman með kl í 3. ll af þeim 6 sem voru heklaðar í byrjun. (8 st og 8 ll.bil)
Skiptið yfir í lit B.

2. umf: Tengið lit B í hvaða ll.bil sem er, [1 fp, 2 ll, 3 st, 2 ll, 1 fp] í sama ll.bil, * [1 fp, 2 ll, 3 st, 2 ll, 1 fp] í næsta ll.bil; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 krónublöð)

3. umf: *5 ll, vinnið fyrir aftan krónublöðin, farið framhjá 1 krónublaði, 1 fp í toppinn á næsta st 1. umferðar; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 ll.bil)

4. umf: *[1 fp, 2 ll, 5 st, 2 ll, 1 fp] í næsta ll.bil; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 krónublöð)

5. umf: *7 ll, vinnið fyrir aftan krónublöðin, farið framhjá 1 krónublaði, 1 fp í toppinn á næsta fp 3. umferðar; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 ll.bil)

6. umf: *[1 fp, 2 ll, 7 st, 2 ll, 1 fp] í næsta ll.bil; endurtakið frá * út umferðina, tengið með kl í 1. fp. (8 krónublöð)
Skiptið í lit A.

7. umf: Vinnið fyrir aftan krónublöðin, tengið lit A í hvaða fp 5. umferðar, 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í sama fp, 3 ll, *[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta fp 5. umferðar til að gera horn, 3 ll, **3 st í næsta fp, 3 ll; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni enn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

8. umf: 3 ll, (telst sem 1 st), 1 st í hverja lykkju og 3 st í ll.bil fyrri umferðar, [2 st, 3 ll, 2 st] í hvert horn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

9. umf: 3 ll, (telst sem 1 st), 1 st í hverja lykkju fyrri umferðar, [2 st, 3 ll, 2 st] í hvert horn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

10. umf: 1 ll, 1 fp í hverja lykkju fyrri umferðar, [2 fp, 1 ll, 2 fp] í hvert horn, tengið með kl í 1 fp. Skiptið í lit B.

11. umf: Tengið lit B, 1 ll, 1 fp í hverja lykkkju, gerið 3 fp í horn ll fyrri umferðar, tengið með kl í 1 fp.

Hvað er:
ll - st - fp - kl


Litríkur Hnúta Ferningur

Hér er uppskrift af Hnúta ferningi. Það tók smá tíma að komast upp á lagið með að gera hnútana, en um leið að það var komið þá flaug þetta alveg áfram.

Sérstök skammstöfun: GH = gerið hnút (sláið bandinu upp á nálina, stingið í gegnum lykkjuna og dragið upp, hafið lykkjuna soldið lausa, sláið bandinu aftur upp á nálina og stingið aftur í sömu lykkjuna, þegar 5 lausar lykkjur eru á nálinni sláið þið bandinu aftur yfir nálina og dragið í gegnum allar lykkjurnar).


Upphafslykkjur: Heklið 28 ll.

Upphafsumferð: Heklið 1. ft í 2. ll frá nálinni, heklið 1 fp í hverja lykkju út umf, snúið (27 fp)

1. umf: 1 ll, 1 fp í hverja lykkju út umf, snúið.

2.-3. umf: Endurtakið 1. umf.

4. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

5.-11. umf: Endurtakið 1. umf.

12. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

13.-19. umf: Endurtakið 1. umf.

20. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

21.-27. umf: Endurtakið 1. umf.

28. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

29.-32. umf: Endurtakið 1. umf.

Hvað er: ll - fp - st


Ömmu-Ferningur

Hér er uppskrift af því hvernig á að gera hefðbundinn ömmu-ferning.
Þið megið endilega deila því með mér hvort þessi uppskrift nýtist ykkur eða ekki.

Upphafslykkjur: Byrjið með lit A, heklið 6 ll og tengið með kl til að mynda hring.

1. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í hringinn, 3 ll, * 3 st í hringinn, 3 ll; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit B.

2. umf: Tengið lit B í hvaða loftlykkjubil sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil (horn búið til), *1 ll, [3 st, 3ll, 3 st] í næsta loftlykkjubil; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, 1 ll, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit C.

3. umf: Tengið lit C í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *1 ll, 3 st í ll bilið, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni enn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit D.

4. umf: Tengið lit D í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *[1 ll, 3 st], í hvert loftlykkjubil meðfram ferningnum, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

Hvað er:
ll - st - kl


Ef ferningurinn á að vera stærri þá er hægt að gera eins margar umferðir og mann lystir c",)
Ferningurinn sem ég gerði hér var 7 umferðir.

17 May 2010

Bylgjuteppi - til sölu

Fyrir nokkru bloggaði ég um 'Teppið sem aldrei varð úr...' - bylgjuteppi sem ég byrjaði að gera en hætti við. Ég tók afgangana og gerði annað teppi. Lítið alveg svaka bleikt stelputeppi. Systir mín ætlaði að gefa vinkonu sinni það en hætti við. Svo að nú á ég þetta fína teppi sem ég hef ekkert að gera við.
Svo ég er að hugsa um að gera heiðarlega tilraun til að selja það.


Teppið er úr ullargarni og er mjög þétt heklað svo það er örugglega mjög hlýtt.
Stærðin á því er 71x79 cm.
Verð 4500 kr.

Á nálinni #2

Ég hef oft ætlað að gera handa sjálfri mér rúmteppi en hef aldrei náð að ákveða hvað það er sem ég vill. En ekki fyrir svo löngu fann ég góða hugmynd - að mér fannst - og ég byrjaði að hekla. Fyrst ætlaði ég að nota allt græntóna garnið sem ég átti - því ég átti soldið mikið af því. En Jóka vinkona stakk upp á því að ég myndi bæta fleiri litum við og Gyða vinkona var sammála.
Svo ég tók saman allt garnið sem ég átti og gerði nokkrar litaprufur. Mér finnst það koma miklu betur út.
Svo nú er á nálinni önnur litasprengja - með samt hvítu ívafi.

Bleiku litirnir tveir.
Annar er ljós laxa baby bleikur - mjööög sætur - og hinn er alveg æpandi bleikur og ekkert smá töff!

Græn-Gulu litirnir.
Þessi guli skilar sér engann veginn á myndinni - en hann er alveg neeeeon - mér finnst hann geggjaður en það eru ekki allir sem fíla svoleiðis. Hinn græni er svona ljós epla græn - ef það meikar sense - hann er ekki heldur alveg að skila sér á myndinni.

Bláu litirnir.
Annar er svona túrkís - eða þannig - og hinn dökkblár.

Grænu litirnir.
Mosagrænn og annar soldið grasgrænn.

Fjólubláu litirnir.
Uppáhalds dökkfjólublái liturinn minn - sem ég kann bara ekki að taka mynd af - og ljósari fjólublár. Báðir rooosa flottir.

Allir litirnir saman. Mér finnst þeir ekkert smá flottir allir.

***

Svo er það nýjasta garnið sem ég var að kaupa í Rúmfó og Europris.

Vantaði fullt meira hvítt í teppið mitt.

Blátt sprengt ullargarn úr Europris.
Ætla að hekla sokka úr því, vona að þeir verði stærri en pínuponsu sokkarnir sem ég heklaði um daginn.

Ég keypti líka gult King Cole garn í Rúmfó, hef ekkert við það að gera ennþá en er bara svo skotin í gulum þessa dagana. Svo er hin dokkarn ullar-akríl-nælon blanda úr Europris...litirnir eru bara töff.

Og ein að lokum til að sýna Jóku að blaðarekkinn minn er víst töff.
Keypti það á 400 kall í Góða og ætla að mála það hvítt eða e-m öðrum fallegum lit. Er ekki enn búin að ákveða mig.

15 May 2010

Snjókorn

Ég fékk þá geggjuðu hugmynd að hekla allt jólaskraut á jólatréð mitt seinustu jól. Ekkert svo slæm hugmynd þannig...nema ég byrjaði að framkvæma hana tæpum mánuði fyrir jól.

Ég heklaði nokkur snjókorn, af þrem gerðum minnir mig. En ég var með alltof þykkt garn...og alltof stuttan tíma. Svo ég gafst upp.

Í febrúar var systir mín svo á flandri heima hjá mér...að gramsa í heklinu mínu...og fann snjókornin. Hún bað mig um að gera úr þeim hárband.Mér finnst það bara frekar töff. En ég hugsa að ég sé ekki týpan í að ganga með það.

Sjal Sjal Sjöl

Í vor fékk ég þetta þvílíka æði fyrir að hekla sjöl. Ég fann alveg endalaust margar uppskriftir af alls konar sjölum sem mig langar að gera. En eftir að ég var búin með 3 sjöl - og rúmlega það - þá ákvað ég að taka mér pásu yfir sumarið.

Ég ákvað að skíra sjölin mín, aðallega vegna þess að ég elska mörg sérstök nöfn sem ég mun aldrei komast í að nota nema á hluti - eins og t.d. sjöl.

Ég var svo heppinn að einn daginn voru systur mínar að taka myndir útí garði. Guðmunda var þá búin að dressa upp Jóhönnu og setja á hana smink og alles. Ég rauk auðvitað af stað og fékk Jóhönnu til að pósa fyrir mig með sjölin mín.

Mekkín
Merkilega skemmtilegt og auðvelt sjal sem ég fann á Ravelry. Var ekki alveg að skilja það fyrst, en um leið og ég fattaði þetta þá rauk sjalið alveg áfram. Mér finnst það sérstaklega skemmtilegt því það er ekkert kögur á því - en það má auðvitað alveg bæta því við.
Sjá á RavelryMábil
Klassískt heklað sjal. Er í raun hálfur ömmuferningur. Ótrúlega auðvelt og þægilegt því það þarf ekki að gera neinar byrjunarlykkjur, heldur heklar mar bara áfram þar til rétta stærð er komin.
Sjá á RavelryMínerva
Sjalið sem ég er stoltust af. Ég fann sjal uppí skáp hjá mömmu sem mér fannst svo flott. Ég settist niður með það, taldi út eftir bestu getu og þetta er niðurstaðan. Eina sem ég er ekki sátt með er hvað þessi awesome fjólublái litur sem ég notaði í sjalið skilar sér engann veginn á þessum myndum.
Sjá á Ravelry
06 May 2010

Kostir þess að hekla

Benefits of Crochet
Sandra Petit

http://www.crochetcabana.com/

1) Crocheting keeps your stress levels down by keeping your hands and heart busy (the love which shows through those hand-made gifts).
- Ég er svo sammála þessu! Ég gríp alltaf í hekludótið mitt þegar ég vill slappa af, er stressuð eða bara leiðist.

2) Crochet travels well. Bring those granny squares and put-together projects with you on long road trip, doctor visits, hospital stay (hope you don’t have many of those!).
- Ég er eiginlega alltaf með hekludót í töskunni. Hekla hvar sem ég fer. Nema í bílnum...verð bílveik af því.

3) Keep expenses down with gifts hand-made with love
- Veit ekki með það, garn er svo hræðilega dýrt.

4) Increase your home library with beautiful crochet books. If I live to be 150 years old, I could never make everything in all the books I have, but I love to just flip through and look at all the beautiful pictures.
- Ég á þrjár bækur só far, stefni á að kaupa mér fleiri fleiri fleiri!

5) Save for the future -- collect crochet hooks. One day they’ll be worth more, right? Especially those wonderful wood hooks!
- Veit ekki hvort nokkur vill eiga mínar heklunálar. En mig langar ekkert smá til að kaupa mér fleiri!

6) Okay a silly one -- When you get angry with your spouse or kids, you can throw yarn. It won’t hurt but they’ll know you’re pouting!
- ROFL! Hefur ekki enn gerst...en hver veit.

7) Crochet makes TV watching time seem less frivolous, after all you’re making something useful! AND you can search your favorite shows for crocheted item.
- Mér finnst enn voða gaman að horfa á sjónvarpið, en mér leiðist afskaplega ef ég er ekki með heklið mitt með.

8) Crocheting for charity helps others and helps yourself!
- Ég þetta enn eftir...markmið!

Annar listi yfir kosti þess að hekla.
Þessi er skrifaður af Casey sem er 12 ára heklari. Hún byrjaði að hekla þegar hún var 5 ára. Geri aðrir betur!

Why it's Great to be a Crocheter
http://www.caseyscrochet.com/

■ it helps with dexterity
■ it helps with eye & hand coordination
■ it helps with concentration
■ it increases math skills
■ it is relaxing to do
■ you can add it to other types of art
■ you can make stuff to give, or keep
■ you can do it with a brother, a sister, or friend
■ you can do it snuggled up with Mom or Grandma
■ and best of all, it's fun!!

Þýðingar á hekli

Nokkrar basic þýðingar á hekli. Erum með íslensku, amerísku, bresku og dönsku.
Smellið á linkinn til að sjá leiðbeinginar um hvert spor.

Ísl - Keðjulykkja (kl)
US - Slip stitch (sl st)
UK - Slip stitch (sl st eða ss)
DK - Kædemaske (km)

Ísl - Fastapinni/fastahekl (fp)
US - Single crochet (sc)
UK - Double crochet (dc)
DK - Fast maske (fm)

Ísl - Hálfur stuðull (hst)
US - Half double crochet (hdc)
UK - Half treble (htr)
DK - Halv stang maske (hstm)

Ísl - Stuðull (st)
US - Double crochet (dc)
UK - Treble (tr)
DK - Stang maske (stm)

Ísl - Tvöfaldur stuðull (tvöf st)
US - Treble crochet (tr)
UK - Double treble (dtr)
DK - Dobbelt stangmaske (Dblt stm)

03 May 2010

3hyrningateppið

Það er alltaf spennandi að byrja á nýju hekli sem mar hefur ekki áður gert. En það fylgir því einnig að prófa sig áfram þar til mar finnur rétta taktinn. Ég er ekki þolinmóðasta manneskjan og varð ég nett pirruð stundum þegar þetta var ekki aaaaalveg að ganga upp hjá mér.

Ég var búin að blogga eina færslu um 3hyrningana og vesenið með litavalið á þeim. En annars var ekkert mál að gera 3hyrningana sjálfa. Ég gerði 54 3hyrninga. 18 af hverjum lit - ef ég reiknaði þetta rétt. Og þegar það var búið að ganga frá þessum rúmlega 110 endum - mér finnst það aldrei gaman að ganga frá endum - þá var byrjað að hekla það saman.

Upprunalega ætlaði ég að hekla þá saman á röngunni með keðjulykkjum en ég lenti í þvílíkum vandræðum með öll samskeyti svo ég gafst upp á þeirri hugmynd og fór aftur í það sem ég geri alltaf - hekla þá saman á réttunni með fastapinnum.
Þar sem fastapinnarnir halla aðeins þá passaði ég mig á því að hekla alltaf í sömu átt - svo allt myndi halla í sömu átt.

Lokaútkoman er svo æðisleg þótt ég segi sjálf frá! Ég er ekkert smá sátt með þetta hjá mér!

Teppið í öllu sínu veldi - á réttunni

Séð aðeins nær - á réttunni

Nærmynd af samskeytunum - á réttunni

Teppið í öllu sínu veldi - á röngunni

Séð aðeins nær - á röngunni

Nærmynd af samskeytunum - á röngunni

Heklaði 2 umferðir af fastapinnum
og hafði svokallaða "picot" í seinni umferðinni til að fá þessa litlu hnúða.

Er mjöööög sátt með útkomuna

Ein krumpumynd í lokin

Teppi handa Guðmundi Óskari

Ég lá inná spítala í febrúar 2009. Það var ekki það skemmtilegasta sem ég gerði og leiddist mér afskaplega. Því var tilvalið að nýta tímann og hekla. Begga systir hans Freys var þá nýbúin að eignast strákinn sinn - Guðmund Óskar. Og því eiginlega bara meant to be að hekla handa honum eitt stykki teppi.

Ég ákvað að gera fullt af litlum ömmu-ferningum og hekla saman. Ég fór í Molý og keypti mér risa 400 gramma dokkur af bláu og hvítu og keypti svo 2 dokkur af grænu úr e-u öðru garni sem ég man ekki hvað heitir.
Ég notaði heklunál nr. 3 - sem var eiginlega of lítið fyrir þetta garn.

Það eru ekki allir jafn hrifnir af risa akríl dokkunum sem er verið að selja...en ég elska þær...og ég elska akríl.

Ferningarnir urðu rúmlega 80 og ég ætlaði aldrei að klára að ganga frá öllum þessum endum! Enda voru 8 endar á hverjum ferning. *úfffff*

Þetta tókst allt að lokum og teppið varð ótrúlega flott þótt ég segi sjálf frá!

Teppið hans Mikaels

Ég var að skoða einn daginn á Flickr-inu hjá Söru London. Sem er hreint út sagt hekl snillingur og idol-ið mitt. Og rakst á þessa mynd. Mér fannst þetta of töff og ég hreinlega varð að gera svona.

Þá var bara spurning handa hverjum?

Hr. Mikael varð fórnarlambið mitt að þessu sinni. Þannig að það var rölt út í Europris og keypt garn. Ég hafði hugsað mér að hafa teppið hvítt og hafa nokkra bláa liti með...kannski smá grænt. En Mikael var ekki á sömu skoðun og valdi hann þessa 3 liti - svart, rautt og blátt.

Ég hafði enga uppskrift svo ég varð bara að prófa mig áfram. Það var samt alveg merkilega auðvelt. Þeir sem eru vanir að gera ömmu-ferninga ættu ekki að vera í neinum vandræðum með þetta.

Upprunalega átti teppið að vera röndótt en mynstrið varð til fyrir mistök.
Mér líkaði það svo ég hélt því þannig.

Ég heklaði teppið í lok 2008. Í gær var ég svo að þvo teppið og steingleymdi að teppið væri úr ullargarni. Svo nú er teppið þæft.

Teppið er mest líklegast ekki ónýtt. En nú er það enn styttra á breiddina og ekki hægt að nota það sem rúmteppi lengur. Það nýtist vonandi sem sófateppi.

Hér má svo sjá ungherra Mikael stilla sér upp við teppið fyrir móður sína.
Mikael er ca. 140 á hæð, svo teppið er þokkalega langt.
Ein mynd fyrir mig...


...og ein fyrir hann c",)