Í vor fékk ég þetta þvílíka æði fyrir að hekla sjöl. Ég fann alveg endalaust margar uppskriftir af alls konar sjölum sem mig langar að gera. En eftir að ég var búin með 3 sjöl - og rúmlega það - þá ákvað ég að taka mér pásu yfir sumarið.
Ég ákvað að skíra sjölin mín, aðallega vegna þess að ég elska mörg sérstök nöfn sem ég mun aldrei komast í að nota nema á hluti - eins og t.d. sjöl.
Ég var svo heppinn að einn daginn voru systur mínar að taka myndir útí garði. Guðmunda var þá búin að dressa upp Jóhönnu og setja á hana smink og alles. Ég rauk auðvitað af stað og fékk Jóhönnu til að pósa fyrir mig með sjölin mín.
Mekkín
Merkilega skemmtilegt og auðvelt sjal sem ég fann á Ravelry. Var ekki alveg að skilja það fyrst, en um leið og ég fattaði þetta þá rauk sjalið alveg áfram. Mér finnst það sérstaklega skemmtilegt því það er ekkert kögur á því - en það má auðvitað alveg bæta því við.
Sjá á Ravelry
Mábil
Klassískt heklað sjal. Er í raun hálfur ömmuferningur. Ótrúlega auðvelt og þægilegt því það þarf ekki að gera neinar byrjunarlykkjur, heldur heklar mar bara áfram þar til rétta stærð er komin.
Sjá á Ravelry
Mínerva
Sjalið sem ég er stoltust af. Ég fann sjal uppí skáp hjá mömmu sem mér fannst svo flott. Ég settist niður með það, taldi út eftir bestu getu og þetta er niðurstaðan. Eina sem ég er ekki sátt með er hvað þessi awesome fjólublái litur sem ég notaði í sjalið skilar sér engann veginn á þessum myndum.
Sjá á Ravelry
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃
2 weeks ago
No comments:
Post a Comment