22 May 2010

Blóma ferningur #1

Hér er uppskrift af þrívíddar blóma ferningi. Ég ákvað að nota sprengt garn til að gera blómin svo þau yrðu mislit. Mér finnst þessir bleiku og hvítu ferningar skemmtilega væmnir.

Þrívíddar ferningar eru soldið scary þegar mar sér þá fyrst, en um leið og mar skilur hvernig þetta er gert þá er þetta merkilega auðvelt og mjög svo töff.

Upphafslykkjur: Byrjið með lit A, heklið 5 ll, tengið saman með kl til að mynda hring.

1. umf: 6 ll (telst sem 1 st og 3 ll), [1 st í hringinn, 3 ll] 7 sinnum, tengið saman með kl í 3. ll af þeim 6 sem voru heklaðar í byrjun. (8 st og 8 ll.bil)
Skiptið yfir í lit B.

2. umf: Tengið lit B í hvaða ll.bil sem er, [1 fp, 2 ll, 3 st, 2 ll, 1 fp] í sama ll.bil, * [1 fp, 2 ll, 3 st, 2 ll, 1 fp] í næsta ll.bil; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 krónublöð)

3. umf: *5 ll, vinnið fyrir aftan krónublöðin, farið framhjá 1 krónublaði, 1 fp í toppinn á næsta st 1. umferðar; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 ll.bil)

4. umf: *[1 fp, 2 ll, 5 st, 2 ll, 1 fp] í næsta ll.bil; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 krónublöð)

5. umf: *7 ll, vinnið fyrir aftan krónublöðin, farið framhjá 1 krónublaði, 1 fp í toppinn á næsta fp 3. umferðar; endurtakið frá * út umferðina, ekki tengja. (8 ll.bil)

6. umf: *[1 fp, 2 ll, 7 st, 2 ll, 1 fp] í næsta ll.bil; endurtakið frá * út umferðina, tengið með kl í 1. fp. (8 krónublöð)
Skiptið í lit A.

7. umf: Vinnið fyrir aftan krónublöðin, tengið lit A í hvaða fp 5. umferðar, 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í sama fp, 3 ll, *[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta fp 5. umferðar til að gera horn, 3 ll, **3 st í næsta fp, 3 ll; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni enn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

8. umf: 3 ll, (telst sem 1 st), 1 st í hverja lykkju og 3 st í ll.bil fyrri umferðar, [2 st, 3 ll, 2 st] í hvert horn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

9. umf: 3 ll, (telst sem 1 st), 1 st í hverja lykkju fyrri umferðar, [2 st, 3 ll, 2 st] í hvert horn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

10. umf: 1 ll, 1 fp í hverja lykkju fyrri umferðar, [2 fp, 1 ll, 2 fp] í hvert horn, tengið með kl í 1 fp. Skiptið í lit B.

11. umf: Tengið lit B, 1 ll, 1 fp í hverja lykkkju, gerið 3 fp í horn ll fyrri umferðar, tengið með kl í 1 fp.

Hvað er:
ll - st - fp - kl






No comments:

Post a Comment