19 April 2010

Hvernig á að byrja - Að gera upphafslykkjur og loftlykkjur (ll)

Þegar talað er um upphafslykkjur er átt við þær loftlykkjur sem fitjaðar eru upp í upphafi hvers verks. Að gera upphafslykkjur er sambærilegt því að fitja upp lykkjur á prjón þegar prjónað er. Það er mjög mikilvægt að vera viss um að hafa gert réttann loftlykkju fjölda fyrir það mynstur sem þú ert að fara að hekla. Þú getur talið loftlykkjurnar bæði á réttunni og röngunni. Þegar talið er á réttunni telur þú hverja V-laga lykkju sem eina loftlykkju. Þegar talið er á röngunni telurðu litlu sporin sem eru aftan á lykkjunum.
- Lykkjan sem er á nálinni er ekki talin með hvort sem talið er á réttunni eða röngunni.
Þegar þú byrjar svo að hekla fyrstu umferðina í loftlykkjurnar (oftast kölluð upphafsumferð eða foundation round), stingur þú nálinni annað hvort í hálfa lykkjunnar eða alla lykkjuna.
- Loflykkja er eins og V í laginu, þegar heklað er í hálfa lykkjuna er nálinni bara stungið í gegn um aðra hliðina á V-inu en þegar öll lykkjan er hekluð er nálinni stungið undir báðar hliðar á V-inu.


1. Haldið á nálinni, með fyrstu lykkjunni á, í hægri hönd og garninu í þeirri vinstri. Vefjið garninu um nálina, dragið garnið með króknum í gegn um lykkjuna sem er á nálinni til þess að búa til nýja lykkju og þá eruð þið komin með fyrstu loftlykkjuna.
- Eins og þið sjáið á myndinni þá haldið þið í styttri enda garnsins með þumalfingri og vísifingri vinstri handar, þegar þið eruð komin með nokkrar loftlykkjur munið þið halda í þær með þessum tveim fingrum.


2. Endurtakið þetta spor, að draga lykkju í gegnum lykkjuna sem er á nálinni, þar til þið eruð komin með réttan fjölda af loftlykkjum. Færið þumalfingur og vísifingur sem halda í loftlykkjurnar ofar og ofar reglulega til þess að halda spennunni á garninu stöðugu.
- Svo lykkjurnar verði ekki misþéttar, lausar og fastar til skiptist.
Þegar þið byrjið svo að hekla í loftlykkjurnar stingið þið nálinni annað hvort í hálfa lykkjunnar (heklið verður lausara) eða alla lykkjuna (heklið verður þéttara), eftir því hvað ykkur finnst betra.
- Ég sting alltaf í alla lykkjuna, einfaldlega vegna þess að ég er vön því - ég hekla líka mjög fast...eða þétt. Í sumum uppskriftum er tekið fram að það eigi að hekla í annað hvort fremri hluta loftlykkjunnar eða aftari.




- Á þessari mynd er sýnt hvernig er heklað í aftari hluta loftlykkju.


Ísl - Upphafslykkjur
US/UK - Foundation chain

Ísl - Loftlykkjur (ll)
US/UK - Chain (ch)


Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!

3 comments:

  1. Til hamingju með þetta blogg. Rosalega flott þó svo að ég hekli ekki :)

    Á örugglega eftir að hjálpa einhverjum sem eru eða vilja læra að hekla.

    Flott hugmynd og framtak....

    kv mamma

    ReplyDelete
  2. Þetta er flott hugmynd hjá þér:)
    Kv, Helena

    ReplyDelete
  3. Takk mamma c",)
    Og Helena líka!

    ReplyDelete