Snúnings- eða byrjunarlykkjan er oftast talin sem fyrsta sporið í þeirri umferð, nema þegar er verið að gera fastapinna þá er þessi eina lykkja hunsuð.
Dæmi: 3 ll (teljist sem 1 st) í byrjun umferðar þýðir að snúnings- eða byrjunarlykkjurnar eru 3 loftlykkjur sem jafngilda einum stuðli.
Stundum eru lykkjurnar fleiri en þörf er á, þegar þannig er eru lykkjurnar taldar sem eitt spor og svo auka lykkjur.
Dæmi: 5 ll (teljist sem 1 st, 2 ll) þýðir að fyrstu 3 loftlykkjur teljast sem einn stuðull og hinar 2 loftlykkjur eru hluti af mynstrinu sem verið er að hekla.
Í lok hverrar umferðar er seinasta sporið lang oftast heklað í snúnings- eða byrjunarlykkju fyrri umferðar. Lokasporið er annað hvort heklað í efstu loftlykkju fyrri umferðar eða þá loftlykkju sem tekin er fram.
Dæmi: 1 st í 3. af 5 ll þýðir að seinasta sporið er stuðull og er hann heklaður í 3. snúnings- eða byrjunarloftlykkju af 5.
Hvað þarf margar loftlykkjur fyrir hvaða spor:
(sjá mynd)
Fastapinni (fp) - 1 loftlykkja (ll)
Hálfur stuðull (hst) - 2 loftlykkjur (ll)
Stuðull (st) - 3 loftlykkjur (ll)
Tvöfaldur stuðull (tvfp) - 4 loftlykkjur (ll)
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!
Þetta er algjörlega frábær síða, takk fyrir!!
ReplyDelete