30 December 2011

Samstarfsverkefni jólanna

Ég hef verið að krosssaumast aðeins í desember. Hann Mikael minn hefur setið og fylgst með því hvað ég hef verið að gera. Á jóladag spyr hann mig svo: "Ef ég teikna mynd af Nyan Cat getur þú þá saumað hana fyrir mig?" Mér fannst þetta svo skemmtileg spurning að auðvitað var svarið já.

Kallinn minn (sem er ekki litli kall lengur því hann er jú 10 ára) 
hófst þá handa og teiknaði upp mynd af Nyan Cat.


Hann fékk að ráða öllu í sambandi við myndina.
Hvaða litir voru notaðir.
Hvar myndir yrði staðsett í rammanum.
Hvar stafirnir yrðu.

Eina sem óskin sem ég kom með var að við myndum sleppa því að gera
dökkbláan bakgrunn yfir alla myndina...átti hreinlega ekki þræðina í það.Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt verkefni hjá okkur mæðginum.
Og hann hafði voða gaman af því að mér skyldi finnast skemmtilegt að gera þetta fyrir hann.


Þegar Nyan Cat var tilbúinn spurði Mikael svo hvort ég gæti kennt honum að sauma. Aftur var svarið já. Hann sat svo sveittur við að teikna upp mynstur fyrir sig - broskall, zombie og creeper. Um leið og ég var búin að fara út í búð að kaupa java, nál og þræði handa honum byrjaði hann að sauma. Og merkilegt nokk hann náði þessu mjög fljótt.

Mikael hefur alltaf verið mjög skapandi og haft sérstakan áhuga á að gera mynstur og slíkt. Hann byrjaði að perla þegar hann var mjög lítill örugglega bara 3ja ára og perlaði endalaust - stundum eftir uppskriftum en oftast bara upp úr sjálfum sér. Eftir að hann stækkaði þá varð Lego meira spennandi. Og í dag teiknar hann mikið mynstur í tölvunni og byggir ýmislegt í Minecraft (sem er tölvuleikur sem er í raun ein stór Lego veröld). Svo þótt krosssaumur sé ekki algengt áhugamál fyrir 10 ára strák þá er þetta í raun mjög eðlileg þróun fyrir hann - að halda áfram að teikna og skapa mynstur.

Ég mun pottþétt setja myndir af því sem hann gerir þegar hann klárar. Vonandi missir hann ekki áhugann áður en það gerist.

29 December 2011

Enn fleiri bjöllur

Að geta gefið handavinnu í jólagjöf er alveg hreint æðislegt. Sérstaklega þegar buddan er ekki þung en mann langar samt að gleðja þá sem manni þykir vænt um.
Þetta árið gaf ég meðal annars bjölluseríur og krukkur í jólagjöf. 

Að gera 60 stk af bjöllum var alveg heljarinnar fyrirtæki. Að hekla þær er nú minnsta málið en að stífa þær er alger hausverkur. Mér finnst það allavegana skelfilega leiðinlegt.20 bjöllur í hverri seríu.
4 mismunandi týpur af bjöllumÞar sem óléttuæðið mitt hafa verið mandarínur upp á síðkastið
þá var tilvalið að nota kassana undan þeim til þess að pakka seríunum inn.
Jólasnjókorn 2011

Þetta árið ætlaði ég að halda í hefðina mína og hekla snjókorn og senda með jólakortum.


En ég er frekar léleg í að senda jólakort - eins og mér finnst gaman að fá þau send - og seinustu ár hefur þetta gengið hálf brösulega hjá mér. Svo í ár voru ekki send út jólakort heldur skellti ég snjókornum á nokkra pakka.Snjókorn með áttblaðarós
úr Þóru heklbók


Ship's Wheel Snowflake
eftir Deborah Atkinson aka Snowcatcher
 
Golden Anniversary Snowflake
eftir Deborah Atkinson aka Snowcatcher

Snjókorn nr #15
úr bókinni Lacy Snowflakes
eftir Brenda S. Greer
  
Snjókornið sem mamma fékk

Guðmunda systir fékk áttblaðarósina

Snjókornið hennar Petreu systur

Snjókornið hennar Jóhönnu systur

Mér fannst innpakkið bara takast vel hjá mér þessi jólin.
Einfalt og látlaust.


Og að lokum ein mynd af okkur systrunum með mömmu á Aðfangadagskvöld.

Vona að allir sem lesa bloggið mitt
(og bara allir yfir höfuð) 
hafi átt góð og gleðileg jól.


18 December 2011

Sedge blanket - Pattern

This blanket is so easy to make.
Even so the texture is so great and by choosing some good colors you can make one good looking blanket.The Pattern:

Note: It's better to use a bigger hook than you usually would with the yarn you choose. If the blanket is to tightly crocheted it will be stiff and not very comfortable.

Chain a multiple of 3, then add 2 extra chains.

Rnd 1: 1 hdc in 3rd ch from hook, 1 dc in same ch, *jump over 2 ch, 1 sc, 1 hdc, 1 dc all in 3rd ch from hook*, repeat till there are 3 ch left, jump over 2 ch, 1 sc in last ch. 

Rnd 2: Turn around. Ch 1, 1 hdc, 1 dc in 1st st (or prev rnd last sc), *jump over 2 st, 1 sc, 1 hdc, 1 dc all in 3rd st from hook (prev rnd sc)*, repeat till there are 3 st left, jump over 2 st, 1 sc in prev rnd 1st ch. 
(It can be pretty tricky getting that 1st chain of prev rnd, but it gets easier as it you go).

Repeat rnd 2 until the blanket is as long as you need it to be.


 


The Border:

Before I crochet a border around the Sedge blanket I do a round or two of sc. Then I do the border that interests me the most that day.Good luck and have a great time c",)

Stör teppi - uppskrift

Það er svo einfalt að hekla þetta teppi.
Þrátt fyrir einfaldleika sinn er hægt að gera teppið mjög svo flott með því að velja skemmtilega liti. Og áferðin er svo skemmtileg.Uppskrifin:

Ath: Notið stærri heklunál en þið mynduð vanalega nota með því garni sem þið veljið. Mynstrið í þessu teppi er frekar þétt og ef teppið er heklað of fast þá verður það of þykkt í sér og ekkert sérstaklega þægilegt.

Fitjið upp margfeldið af 3, bætið svo við 2 ll.

1. umferð: 1 hst í 3. ll frá nálinni, 1 st í sömu lykkju, *hoppið yfir 2 ll, 1 fp, 1 hst, 1 st allt í 3. ll frá nálinni*, endurtakið frá * til * þar til 3 ll eru eftir af upphafslykkjum, hoppið yfir 2 ll, 1 fp í seinustu ll.

2. umferð: Snúið við. 1 ll, 1 hst, 1 st í fyrstu lykkju (eða seinasta fp fyrri umf), *hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fp, 1 hst, 1 st í 3. lykkju frá nálinni (fp fyrri umf)*, endurtakið frá * til * þar til 3 lykkjur eru eftir af umf, hoppið yfir 2 lykkjur, fp í 1. ll fyrri umferðar. (Það er stundum smá vesen að ná í þessa ll en það kemst fljótt upp í vana).

Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið eins langt og þið viljið hafa það.

 


Kannturinn:

Áður en ég hekla kannt á Stör teppið geri ég eina til tvær um ferðir af fp. Svo geri ég þann kannt sem heillar mig þann daginn.

Blúndukanntur

Hnútakanntur

Gangi ykkur vel og góða skemmtun c",)

17 December 2011

Emilía Mist

Í dag er ár síðan litla frænka mín Emilía Mist fæddist andvana.
Furðulegt hvað tíminn líður hratt.


Við fjölskyldan vorum saman í kvöld og minntumst Emilíu. Fórum upp í kirkjugarð, kveiktum á kertum og borðuðum góðan mat saman.

Ég gaf svo Petreu systir þessa krosssaums mynd.


þessa mynd á Flickr fyrir 2 árum síðan og hef ekki getað hætt að hugsa um hana síðan.
Stafina fékk ég svo úr gömlu mynstri sem ég átti inní skáp.
Raminn er úr IKEA.

15 December 2011

Jóla Jóla

Ég fékk snemmbúna jólagjöf frá Guðmundu systur...


...sem mér var skipað að opna strax.


Á pakkanum var falleg uglu næla sem fer mér mjög vel þótt ég segi sjálf frá.


Og inní pakkanum var jólaskraut. Mottu-jólaskraut! En þeir sem þekkja mig vita að ég er með mottublæti!

Ég fann þetta skraut á Flickr í fyrra og hef ekki getað hætt að hugsa um það. En ég var búin að steingleyma því að ég hafði beðið Guðmundu um að gera svona handa mér.

Ég gat ekki beðið eftir að komast heim til þess að hengja motturnar á jólatréð mitt. Þær taka sig svona glimmrandi vel út á trénu c",)

Einn daginn mun ég eiga stórt stórt jólatré sem nær alla leið upp í loft og á því verður pláss fyrir allt jólaskrautið sem mig langar að eiga. Mig hlakkar til þegar ég á svona tré eins og var heima hjá ömmu þegar ég var lítil. Á því var alls konar skraut sem hún hafði safnað í gegnum árin.

Í dag er skrautið á trénu okkar bland af jólakúlum, föndri frá Mikael, hekli, nýju mottunum og jólanammi.

Ég elska að setja upp jólatréð get horft á það út í eitt.


Eitt af perlaða skrautinu sem Mikael hefur gert.


Á trénu eru líka tvær jólakúlur sem ég föndraði fyrir nokkrum árum. Mér finnst þær ekkert sérlega fallegar í dag. En þar sem það eru myndir af Mikael inní þeim þá vill hann hafa þær á trénu og er mjög montinn af þeim.


Þó svo að föndrið mitt sé ekki mikið fyrir augað þá sóma myndirnar af honum sig vel á trénu.

12 December 2011

Nýjasta teppið

Ég hef verið svo lélegur bloggari upp á síðkastið að ég skammast mín næstum fyrir það. Núna er ég loks búin í prófum og komin í frekar langt jólafrí svo ég ætti að geta bloggað meira. Í það minnsta heklað meira.

Ég náði þó að klára teppið sem ég hef verið að dunda mér við. Ég var samt ekkert svo lengi að þessu, bara um 6 vikur eða svo. Útkoman er frábær þótt ég segi sjálf frá. Ég er ekkert smá ánægð með teppið, get ekki annað en brosað þegar ég horfi á það.

 • Ferningurinn heitir Yarn Clouds Square og er uppskriftin fríkeypis á Ravelry.
 • Ég notaði heklunál nr. 3,5 og Baby Ull garn frá Dale.
 • Í teppið fóru alls 14 dokkur.
  - 1x gul
  - 2x appelsínugular
  - 3x ljósari Bláar
  - 4x dekkri Bláar
  - 4x ljós Beige
  Sem gerir þetta að dýrasta teppi sem ég hef gert.
 • Í teppinu eru 50 ferningar.
 • Teppið er 60x120 cm og ætti því að smellpassa í rimlarúm.


Ég ákvað að sauma ferningana saman. Það tekur mikið lengri tíma en að hekla það saman en mér finnst það bara koma svo fallega út.


Utan um teppið heklaði ég tvær umferðir af fastapinnum með ljósari bláum og gerði síðan hnúta kannt með dekkri bláum.
Ferningarnir séð á réttunni og röngunni.Og svo ein af henni Guðmundu minni með teppinu. Hún er eins og ég hef sagt áður aldrei langt undan þegar það kemur að hekli.


Verð að taka myndir af teppinu í rimlarúminu þegar það er komið upp. Og svo auðvitað með litla þegar hann er kominn í heiminn.