29 December 2011

Enn fleiri bjöllur

Að geta gefið handavinnu í jólagjöf er alveg hreint æðislegt. Sérstaklega þegar buddan er ekki þung en mann langar samt að gleðja þá sem manni þykir vænt um.
Þetta árið gaf ég meðal annars bjölluseríur og krukkur í jólagjöf. 

Að gera 60 stk af bjöllum var alveg heljarinnar fyrirtæki. Að hekla þær er nú minnsta málið en að stífa þær er alger hausverkur. Mér finnst það allavegana skelfilega leiðinlegt.



20 bjöllur í hverri seríu.
4 mismunandi týpur af bjöllum



Þar sem óléttuæðið mitt hafa verið mandarínur upp á síðkastið
þá var tilvalið að nota kassana undan þeim til þess að pakka seríunum inn.




3 comments:

  1. Vá hvað þú varst dugleg að hekla fyrir jólin... stendur greinilega alveg undir nafninu handóð ;)

    ReplyDelete
  2. Það hefur heldur ekki verið mikið annað fyrir mig að gera síðan ég kláraði skólann. Er orðin svo slæm af grindargliðnun að ég get voða lítið hreyft mig. Svo það er bara tekið því rólega og handavinnast c",)

    ReplyDelete
  3. Frábært....!! Þú er náttla algjör maskína í þessu...þyrfti að bjóða þér í heimsókn til að vinna aðeins á garnbyrgðunum mínum....Hehehe....x Sofia...

    ReplyDelete