27 May 2012

Keðjuverkun teppi - uppskrift


Ótrúlega skemmtilegt og aðeins öðrvísi zik zak teppi.
Þýdd uppskrift: Cascade Crochet Afghan - Craft Yarn Counsil


Uppskriftin:

Upphafslykkjur: Fitjið upp margfeldið af 36, bætið svo við 7 ll.


Ath: Teppið  styttist um 1/5 eftir  að byrjað er að hekla svo hafið upphafslykkjurnar aðeins lengri en teppið á að vera.


1. umf: 1 st í 4. ll frá nálinni, 1 st í næstu 2 ll, *[hoppið yfir 2 ll, kl í næstu ll, 3 ll, 1 st í næstu 3 ll], 3 sinnum, [3 ll, kl í næstu ll, hoppið yfir 2 ll, 1 st í næstu 3 ll] 3 sinnum*, endurtakið frá * að * þar til 1 ll er eftir, 1 st í síðustu ll, snúið við.


Ath: Héðan í frá er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar.




2. umf: 3 ll (telst sem 1 st), *[1 st í næstu 3 st, hoppið yfir kl fyrri umf, hoppið yfir 2 ll, kl í 3. ll fyrri umf, 3 ll] 3 sinnum, [1 st í næstu 3 st, 3 ll, kl í næstu ll, hoppið yfir 2 ll, hoppið yfir kl fyrri umf] 3 sinnum*, endurtakið frá * til * þar til 4 st eru eftir, 1 st næstu 3 st, 1 st í 3. ll fyrri umf, snúið við.


Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið nógu langt.



Kannturinn:

Þetta teppi er þannig að það er ekki nauðsynlegt að gera kannt utan um teppið. En ef þig langar að gera kannt þá er ráðlegt að hekla eina til tvær umferðir af fastapinnum áður en kannturinn er gerður. Þú getur valið um nokkrar mismunandi gerðir af könntum hér.


24 May 2012

Strætóhekl

Rakst á þessar myndir í gegnum FB. 
Það verður að segjast að þetta er
flottasti strætó sem ég hef séð.






Þessar myndir og fleiri má finna hér.



21 May 2012

Graffað á Grenivík

Við fórum í ferðalag um helgina. Keyrðum til Grenivíkur á föstudaginn og svo aftur heim til Reykjavíkur á sunnudeginum. Samtals gerði það 870 km keyrslu um helgina - og ég keyrði þar sem kæró er ekki með bílpróf. Verð að segja að mér finnst skemmtilegra að vera farþegi á ferðalögum en ökumaður. 

Strákarnir mínir stóðu sig eins og hetjur. Móri svaf næstum því allan tímann og grét bara smá. Mikael var ekki með neina unglingaveiki, tuðaði ekki neitt og passaði uppá litla bróður í aftursætinu. 

Tilefni þessarar langferðar var 60tugs afmæli tengdó. En þó svo það hafi verið voða gaman að fara í ferðalag og hitta tengdó þá var þetta alltof löng keyrsla fyrir svona stuttan tíma.  Næst þegar við bregðum okkur til Grenivíkur þá munum við stoppa mikið lengur.

Áður en við fórum af stað fékk ég þá hugmynd að graffa á Grenivík svo ég tók með mér 3 ferninga sem ég hafði gert sem prufur og höfðu legið í kassa síðastliðin 2 ár. Ég fékk svo leyfi til að graffa þvottasnúruna hjá tengdó.


Hann Mikael minn tók svo myndir af mér á meðan ég saumaði verkið upp.





Vertu aðeins meira happy sagði Mikael.


Heklið nýtur sín vel í fallegri náttúru á Grenivík.


  



14 May 2012

Star Wars húfa handa Móra

Ég var að hekla húfu handa honum Móra mínum. Uppskriftina fékk ég hjá Marín sem heldur úti blogginu Z-an.

Hann Móri minn ber gripinn vel og er ávallt jafn hissa á svipinn. Eins og sundkennarinn sagði "Hann væri ekkert meira hissa þó hann myndi lenda á tunglinu."


Húfan minnir óneitanlega á Leu prinsessu úr Star Wars og er soldið eins og old school flugmannshúfa.


13 May 2012

Of mikið garn?

Flestar handavinnukonur eiga nokkuð magn af garni sem þær hafa sankað að sér í gegnum tíðina.
En ætli það sé hægt að eiga of mikið garn?


Ef svo er þá gæti þessi kona verið nálægt því...eða löngu komin framhjá því. 
Smellið hér til að sjá meira af garninu hennar Bonney.



10 May 2012

Nýtt teppi

Er byrjuð að hekla nýtt teppi. Sófateppi í fullorðinsstærð. Ég elska að hekla almennt. En að hekla teppi er án efa mitt uppáhalds. Svo ég er mjög spennt.

Fann ekki alla litina sem ég vildi í sömu garn tegund svo ég fór um "allan bæ" að finna litina sem mig langaði í.

Bleikt og blátt Kartopu úr A4

Rautt Aran úr Hagkaup

Gult Carolina úr Hagkaup

Baby grænt King Cole úr Rúmfó

Bumbo glimmergarn hvítt/beis og rautt frá Ömmu

Rautt glimmer Capri garn líka frá Ömmu

Þegar ég valdi mér liti til að hafa sá ég þetta bara fyrir mér í hausnum en var alls ekki viss um hvort þetta myndi passa. Ekki fyrr en ég var búin að fara eina umferð með öllum litunum. Mér finnst þetta smellpassa og er ekkert smá ánægð með teppið só far.





Er með rúmlega 1 og 1/2 kg af garni, vonandi dugar það til verksins. Set inn fleiri myndir þegar þetta er búið.



07 May 2012

Flott uppskrift

Að vaska upp eða blogga. Er það spurning?
Ég er alveg að elska það að vera heima með Móra mínum en ég er ekki alveg sú öflugasta heimavinnandi húsmóðir sem sögur fara af. Hafið þið ekki heyrt máltækið "A clean house is a sign of a wasted life." Ég rígheld í það c",)



Ég ætla að reyna að vera öflugri að blogga og þar sem ég hef ekki myndir af mínum eigin verkefnum til að deila með ykkur afhverju þá ekki að deila flottu hekli frá öðrum sem ég hef rekist á?



Á blogginu Olavas Verden rakst ég á þessa flottu uppskrift af hekluðum rósumBloggið er á norsku. En hún er með virkilega flottar og ýtarlegar leiðbeiningar svo flestir ættu að geta nýtt sér uppskriftina. Mæli með því að þið skoðið bloggið hennar það er virkilega skemmtilegt og mikið af flottu hekli.


Ætli ég fari þá ekki og vaski upp. Svona fyrst að Móri sefur.

03 May 2012

Facebook

Hef ákveðið að gera heiðarlega tilraun til að elta tískuna
og gera svona like síðu á Facebook.

Endilega 
ef þið viljið fylgjast með í gegnum FB.


Prjónaklúður

Verð ég ekki að deila sorgum mínum jafnt og sigrum á þessi bloggi mínu.

Ég hef ekkert sérstaklega mikla þolinmæði þegar kemur að því að prjóna kannski vegna þess að ég er alger fullkomnunarsinni. En samt sem áður ákvað ég að skella í eitt stykki prjónavettlinga handa kærastanum. Fann þessa hreindýravettlinga á Ravelry (hef séð svona húfur á bland áður) og honum fannst þeir æðislegir. 

Þetta gekk sæmilega hjá mér fram að mynstrinu þá fóru hlutirnir svo sannarlega í klúður. Mynstrið varð alls ekki fallegt, sumar lykkjur voru hólkvíðar á meðan aðrar voru svo strekktar að þær næstum hurfu. Vettlingurinn varð mun þrengri þar sem mynstrið var og mér fannst þetta hreinn og beinn hroðbjóður. Eftir tvær tilraunir þá gafst ég upp og ákvað að þetta verk mitt yrði ekki klárað.



Það er alls ekkert nýtt að ég gefist upp á prjónaverkefnum. Eins og ég segi þá er ég með stuttan þolinmæðisþráð og fullkomnunaráráttu.

Þegar ég var ólétt af Mikael (fyrir rúmum 11 árum síðan) prjónaði ég handa honum peysu. Ég setti þó aldrei tölur í peysuna né notaði hana því þegar peysan var fullgerð tók ég eftir því að ég hafði ekki gert mynstrið alveg rétt. Veit ekki hvernig þetta fór framhjá mér á meðan ég prjónaði gripinn en eftir á þá sá ég ekkert annað en þetta. Ég hef þó aldrei tímt að henda peysunni. Enda er ég með 'væga' söfnunaráráttu.



Ég hef byrjað á tveimur öðrum peysum handa honum Mikael mínum en í bæði skiptin gefist upp þegar kom að því að gera ermar. Ég byrjaði á þessari fallegu norsku peysu þegar Mikael var 2ja ára. Tókst vel upp með búkinn en þegar kom að því að gera mynstur og auka út í ermunum þá gafst ég upp. Þessi peysa hefur legið inní skáp í 9 ár. Spurning hvort ég klári hana handa Móra.


Þó svo að ég sé prjónaklúðrari þá eru færar prjónakonur í fjölskyldunni. 

Mamma er alger snillingur þegar kemur að því að prjóna og langar mig mest að vera öflugur prjónari þegar ég sé hvaða verkefni hún er að galdra fram. Heimferðardressið hans Móra er gott dæmi um hæfileikana hennar.


Svo á ég par af sokkum sem mamma prjónaði á mig þegar ég var lítil. Þykir mjög svo vænt um að eiga þá og nota á strákana mína.


Ég á líka prjónaða nærboli sem Færeyska ömmusystir mín prjónaði á Mikael þegar hann fæddist. Mér finnst þeir einstaklega sætir en ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þá. Móri er samt voða sætur í þeim.






Að lokum þá fann ég þennan æðislega prjónaða fíl í Góða Hirðinum á 10 kr og ég fann þennan heklaða apa á grindverki þegar ég var í göngutúr. Eftir snúning í þvottavélinni hafa þeir fengið að verða félagar í bangsasafni Móra.



Móri er mjög hrifinn af þessum bleika lit og fílar það fínt að spjalla við þennan fína fíl.



Bráðum. Bráðum. Bráðum mun ég halda áfram að æfa mig að prjóna.