28 February 2013

Ferningafjör (janúar) 2013

Það greip mig algert ferningaæði í byrjun árs 2013 og í því æði stofnaði ég grúppu á FB sem kallast Ferningagjör 2013. Þar erum við nokkrir heklarar sem ætlum að hekla saman sömu ferningana í 1 ár. Í hverjum mánuði ætlum við að velja 4 ferninga, 2 stóra og 2 litla.
Og til að toppa gleðina í þessu öllu saman þá fáum við Ferningafjörsfélagar afslátt hjá A4 af garni í ferningana. Það er fátt betra en afsláttur af garni.





Ég fékk þó svo mikið ógeð af ferningum eftir 30/30 verkefnið mitt að ég gat ekki hugsað mér að hekla fleiri ferninga um stund. Ég er þó búin að jafna mig á þessu ógeði og loksins búin að hekla 3 af 4 ferningum sem voru ákveðnir fyrir janúar. Ákvað að gera ekki 4ða ferninginn því mér finnst hann ekki passa inn í teppið mitt - þó hann sé frekar svalur.



Janúarferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm

Gerði þennan í janúar. Hann var mun auðveldari í framkvæmd svona í annað sinn. Og alveg jafn flottur líka.

Ég er alveg hreint ástfangin af hvíta partinum í þessum ferning. Finnst þetta svo einfalt og fallegt.

Þessi ferningur er lítill samkvæmt uppskrift. Stækkaði hann svo hann yrði í sömu stærð og þeir stóru.



24 February 2013

Dundur

Ég er búin að vera að dunda mér síðustu daga við að hekla og prjóna litlar prufur. Tilgangurinn var að búa til banner fyrir Handverkskúnst heimasíðuna okkar mömmu. Oooog æfa mig að prjóna.










  






Lokaútkoman varð svo þessi:




15 February 2013

Dauður tími

Það hefur verið alveg svakalega dauður tími hjá mér í heklinu upp á síðkastið. Eftir að ég kláraði 30/30 verkefnið hef ég verið alveg einstaklega andlaus. 

Hvað gerir mar þá? Mar sinnir heimilinu og skólanum á meðan mar bíður eftir að andinn komi aftur yfir sig.



Þessi mynd lýsir því einstaklega vel hvernig mér líður þessa dagana og fær mig til að brosa c",)


03 February 2013

Hanni Kolkrabbi

Á milli þess sem ég heklaði ferninga þá heklaði ég Kolkrabba eftir uppskrift frá Marín Z-bloggara. Það var mjög þægilegt að taka þetta hekl með sér á fyrirlestra í skólanum þar sem uppskriftin var það einföld og þægileg að ég var ekki bundin yfir henni.

Kolkrabbinn heitir samkvæmt uppskriftinni Hanna, en þar sem þessi er strákur þá ákvað ég að leyfa honum að heita Hanni.

Ég notaði afganga sem ég átti til af Mandarin Petit og M&K Bianca garni og heklunál nr. 3. Ég setti svo bjöllur í tvo fætur svo hann hringlar þegar hann er hristur.




Móri var mjög glaður þegar hann sá kolkrabbann sinn.


Ég ætlaði að reyna að taka betri myndir á ljósari bakgrunni. En Móri tók það ekki í mál.


Kolkrabbinn var hans og hann ætlaði sko ekki að sleppa honum.


Ef það eru ekki bestu meðmælin sem leikfang getur fengið - að það sé leikið með það - þá veit ég ekki hvað.


  
Má til með að henda einni mynd með af Móra mínum að labba. Fátt sætara en þessi litlu kríli á röltinu.


Marín mælti með að nota bómullargarn frekar en ull þar sem lítil börn eru mikið að smakka á öllu. Ég sé ekki eftir því að hafa farið eftir þeim ráðum.


Það var svo gaman að hekla þennan Kolkrabba að ég er strax byrjuð á öðrum sem ég ætla að gefa litlu frænku.


02 February 2013

30/30 - samantekt

Loksins loksins loksins er þetta verkefni búið. Og aðeins þremur dögum of seint. Sem mér finnst magnað því þetta var mun tímafrekara en ég hélt.


Ég ætlaði að hekla ferningana saman í teppi. En ég var ekki viss hvað ég ætti að gera við það þar sem það yrði í stórri barnastærð. Ég ákvað því að gera fleiri ferninga - í aðeins meiri rólegheitum þó - og gera nýtt og fínt sófateppi.



Auðvitað voru mínir dyggu aðstoðarmenn með mér eins mikið og þeir gátu á meðan verkefninu stóð.

hr. Móri

fröken Guðmunda


Þetta voru algengustu litasamsetningarnar





Allir ferningarnir í öllu sínu veldi



Hverjir voru svo uppáhalds?
Af öllum þá stóðu þessir sjö ferningar uppúr.

1. sæti

2. sæti

3. sæti

4. sæti

5. sæti

6. sæti

7. sæti


Þótt þetta hafi tekið merkilega mikið á þá er ég fegin að hafa gert þetta. Nú veit ég hvernig þetta er og veit að ég ætla aldrei að gera þetta aftur c",)


30/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Seinasti ferningurinn! OMG! Fáránlega léttur ferningur að hekla. Stjörnumiðjan er mjög svipuð og í Falling Star ferningnum (10/30) kannski vegna þess að það er sama konan sem hannaði báða ferninga.

Yndislegt að vera loksin búin með þetta verkefni!


29/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Ég ruglaðist e-ð í röðinni undir lokin og því varð þetta ferningur númer 30 en ekki 29 eins og hann átti að vera.

Ég hélt ég myndi ALDREI ná að klára að hekla hann. Veit ekki hvort það er afþví að hann var seinasti ferningurinn og ég orðin frekar þreytt á þessum ferningum mínum eða vegna þess að uppskriftin gekk ekki upp.

Þegar ég var komin í 8. umferð fór allt til fjandans. Þetta ætlaði bara ekki að ganga upp. Ég skildi ekki uppskriftina nógu vel og ég gat ekki séð frá myndunum heldur hvað ég var að gera vitlaust. Ég fattaði það að lokum...þegar ég var ekki alveg jafn pirruð. En þó ég hafi verið í ruglinu þá gekk uppskriftin samt ekki upp. Í henni stóð 24 loftlykkjubogar en ég endaði alltaf með 36 sama hvað ég gerði.

Þrátt fyrir óþolinmæði mína og villur þá náði ég loks að klára hann. Og hann kemur bara ágætlega út.


28/30



Garn: Kambgarn
Litir: Tómatrauður (0917), Hvítur (0051), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Sætur ferningur og einfalt að hekla. Finnst rauða miðjan og hvíti ferningurinn utan um koma skemmtilega út saman.

27/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Tómatrauður (0917)
Nál: 3,5 mm

Kræst hvað það var glatað að hekla þennan ferning! Ekki afþví að hann er ljótur heldur vegna þess að leiðbeiningarnar voru svo skelfilega skrifaðar. Ef það hefðu ekki verið myndir af ferningnum skref fyrir skref þá hefði ég ekki getað heklað hann.

Eins og ég segi þá leiðist mér svo svakalega þegar það er verið að senda mann upp og niður eftir uppskriftinni til að sjá hvað e-ð þýðir. Er ég ein um það? Eins og í annarri umferð þá segir hún "Gerðu horn" og til að sjá hvað horn er þarf ég að fara efst í skjalið. Hvað er horn? 3 stuðlar, 2 loflykkjur, 3 stuðlar í sömu lykkju. Afhverju ekki að skrifa það bara?

Anywho. Breytti seinustu umferðunum því mér fannst og mikið að hafa 3-4 umferðar af bláum stuðlum í lokin. Eftir á að hyggja var það kannski aðeins of mikið að bæta þessum rauðu 'clusters' í lokin.