28 February 2013

Ferningafjör (janúar) 2013

Það greip mig algert ferningaæði í byrjun árs 2013 og í því æði stofnaði ég grúppu á FB sem kallast Ferningagjör 2013. Þar erum við nokkrir heklarar sem ætlum að hekla saman sömu ferningana í 1 ár. Í hverjum mánuði ætlum við að velja 4 ferninga, 2 stóra og 2 litla.
Og til að toppa gleðina í þessu öllu saman þá fáum við Ferningafjörsfélagar afslátt hjá A4 af garni í ferningana. Það er fátt betra en afsláttur af garni.





Ég fékk þó svo mikið ógeð af ferningum eftir 30/30 verkefnið mitt að ég gat ekki hugsað mér að hekla fleiri ferninga um stund. Ég er þó búin að jafna mig á þessu ógeði og loksins búin að hekla 3 af 4 ferningum sem voru ákveðnir fyrir janúar. Ákvað að gera ekki 4ða ferninginn því mér finnst hann ekki passa inn í teppið mitt - þó hann sé frekar svalur.



Janúarferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm

Gerði þennan í janúar. Hann var mun auðveldari í framkvæmd svona í annað sinn. Og alveg jafn flottur líka.

Ég er alveg hreint ástfangin af hvíta partinum í þessum ferning. Finnst þetta svo einfalt og fallegt.

Þessi ferningur er lítill samkvæmt uppskrift. Stækkaði hann svo hann yrði í sömu stærð og þeir stóru.



No comments:

Post a Comment