03 February 2013

Hanni Kolkrabbi

Á milli þess sem ég heklaði ferninga þá heklaði ég Kolkrabba eftir uppskrift frá Marín Z-bloggara. Það var mjög þægilegt að taka þetta hekl með sér á fyrirlestra í skólanum þar sem uppskriftin var það einföld og þægileg að ég var ekki bundin yfir henni.

Kolkrabbinn heitir samkvæmt uppskriftinni Hanna, en þar sem þessi er strákur þá ákvað ég að leyfa honum að heita Hanni.

Ég notaði afganga sem ég átti til af Mandarin Petit og M&K Bianca garni og heklunál nr. 3. Ég setti svo bjöllur í tvo fætur svo hann hringlar þegar hann er hristur.
Móri var mjög glaður þegar hann sá kolkrabbann sinn.


Ég ætlaði að reyna að taka betri myndir á ljósari bakgrunni. En Móri tók það ekki í mál.


Kolkrabbinn var hans og hann ætlaði sko ekki að sleppa honum.


Ef það eru ekki bestu meðmælin sem leikfang getur fengið - að það sé leikið með það - þá veit ég ekki hvað.


  
Má til með að henda einni mynd með af Móra mínum að labba. Fátt sætara en þessi litlu kríli á röltinu.


Marín mælti með að nota bómullargarn frekar en ull þar sem lítil börn eru mikið að smakka á öllu. Ég sé ekki eftir því að hafa farið eftir þeim ráðum.


Það var svo gaman að hekla þennan Kolkrabba að ég er strax byrjuð á öðrum sem ég ætla að gefa litlu frænku.


6 comments:

 1. vá ekkert smá gaman að sjá Hanna :) ekkert smá sætur. Fæ alveg fiðrildi í magan. Takk fyrir þetta :) kv Marín

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk sömuleiðis fyrir uppskriftina :)

   Delete
 2. Hann er frekar mikið flottur hann Hanni hjá þér :)
  Hvar finn ég uppskrift hjá þér eða kannski á Raverly?
  Langar að gera líka ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég var að prufuhekla fyrir Marín (sem kommentar hér fyrir ofan) hún er að gefa út bók á árinu. Getur prufað að hafa samband við hana og sjá hvað hún segir.

   Delete
 3. Ekki málið, ég fæ mér bókina þegar hún kemur út. Ekki spurning.

  ReplyDelete