21 June 2011

Krukkur Krukkur Krukkur og Kisur

Ég er ekkert að missa mig í krukkunum mínum frekar en fyrri daginn c",)
20 June 2011

Spurning um garn

Mig langar soldið að hekla mér sumarkjól eða bol...og svo er líka ein peysa en það er önnur saga.

Vandamálið mitt er hinsvegar það að ég hef ekki hugmynd um hvernig garn er notað í svona kjóla né hvar er best að kaupa svoleiðis.

Í þessum uppskriftum eru notaðar nálar frá 1,75 til 2,5.

Getur e-r bent mér á fínt garn sem er þægilegt að nota í föt EN kostar ekki aleiguna

15 June 2011

Aðdáun!

Var e-ð að gramsa á netinu eins og ég geri svo oft og rakst á svo skemmtilegt blogg hjá einni konu.

Hooked on Handmade
Hún var með verkefni í gangi sem hún kallar A square a day in May. Hún var búin að safna saman 30 mismunandi uppskriftum að ferningum og heklaði hún einn ferning á dag. Hún bauð öllum þeim sem vildu vera með að vera með og var með linka að öllum ferningunum á blogginu líka.

Út frá blogginu hennar fann ég tvö önnur blogg sem orð fá varla lýst hvað þau eru æðisleg!

Þessi gella er að gera 1 ferning á í dag í HEILT ár! Ef það er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað. Hún er líka með linka og tekur fram hvaðan hún fær alla ferningana. Stundum eru þetta uppskriftir af netinu og aðrar úr bókum...en hún segir alltaf hvaða bókum.
Er alveg að fíla ferningana hennar. Litina sem hún velur. Og myndirnar sem hún tekur.

Þessi gella er líka að gera ferning á dag í HEILT ár. Ég elska líka litina sem hún velur og það eru alveg ótrúlega margir flottir ferningar hjá henni. Hún er líkt og hinar tvær mjög dugleg að linka á ferningana sem hún velur.

Ég er svo uppnumin af þessum bloggum. Ef þetta er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað. Það þarf tíma til að skipuleggja hvað á að gera. Finna til alla ferningana. Auðvitað að hekla. Plús að blogga um þetta allt. Þessar gellur eiga alla mína aðdáun!

Mæli með því að þið skoðið bloggin þeirra og sjáið allt purdy-purdy heklið þeirra. Er strax ástfangin af einum ferningi sem ég var að prófa að hekla. Yarn Clouds Square. Og langar að gera marga marga fleiri.

Kannski einn daginn þegar ég hef meiri frítíma...og meiri metnað...þá mun ég leggja í svona verkefni. Veit samt ekki hvort ég legg í heilt ár.


Kemur mér samt rosalega á óvart hvað ferningarnir þeirra eru stórir. Ég vill alls ekki gera svona stóra ferninga. Finnst ferningar flottari þegar þeir eru gerðir með nál nr. 3 eða 3,5.

14 June 2011

Guðrúnardætur

Við systurnar opnuðum okkur Facebook síðu.
Endilega kíkið við og lækið ef ykkur líkar það sem þið sjáið c",)

11 June 2011

11.6.11 - International Yarn Bombing Day

Stóri dagurinn rann loksins upp. Woop woop.
Ekki nóg með það að það var alþjóðlegur garn-graff dagur heldur varð móðureiningin mín 48 ára í dag. Í tilefni dagsins ákvað ég að graffa stóru uppáhalds graffi í götunni minni Flókagötunni.

Ég tók samt smá forskot á sæluna seinustu helgi og graffaði á Vesturgötunni. Ég elska þetta graff því sagan á bak við það er svo yndisleg. Vinafólk mitt á 3 frábæra ketti sem eru frekar þjófóttir. Garnið sem er í þessu graffi er allt garn sem kettirnir komu með heim.
Finn samt til með þeim sem áttu þetta garn. En vona að það sé huggun að vita að það var notað í e-ð frekar en að það hafi farið algerlega til spillis.

DIY - Gallastuttbuxur

Ég þreytti í vikunni frumraun mína í "saumaskap". Ég set saumaskap í gæsalappir þar sem ég saumaði í raun ekkert. Bara klippti og límdi.

Ég er svo heilluð af gallastuttbuxunum sem eru í tísku núna. En ég get bara ekki alveg leyft mér að borgar 5 þús plús fyrir einar stuttbuxur. Eða meira kýs að gera það ekki.

Fann svo flott DIY myndband á Google en finn það ekki aftur. Annars hefði ég póstað því hérna. Sem betur fer fyrir mig mundi ég hvað gellan gerði því ég hef ekki fundið leiðbeiningar sem mér finnast jafn góðar.

Það sem þarf:
  • Gallabuxur
  • Skæri
  • Penni
  • Títuprjónar
  • Málband
  • Fatalím

Ég skellti mér í Rauða Kross búðina og keypti mér tvær gallabuxur á 1000 kall stykkið. Það er betra að þær séu aðeins víðari en þrengri.

Ég mátaði buxurnar og merkti við með pennanum þá sídd sem ég vildi.
Svo mældi ég 6 cm til þess að gera brotið. Merkti við þar til þess að klippa.
Gefur auga leið að það er betra að klippa of langt en of stutt...og klippa skálmarnar jafnt.
(Ég klippti einmitt fyrri buxurnar of stutt og gat bara gert einfalt brot).

Þegar ég var búin að klippa og brjóta upp á (einfalt á öðrum, tvöfalt á hinum) þá skellti ég líminu í brotið.

Ég skellti títuprjónum á hliðarnar á skálmunum til að koma í veg fyrir að það myndi snúast upp á brotið.

Fyrri buxurnar með einfalda brotinu tilbúnar. Er ekki jafn ánægð með þær svo það kemur í ljós hvort ég muni nota þær.

Seinni buxurnar með tvöfalda brotinu. Er mjööög sátt með þær og mun koma til með að nota þær óspart.

Það var merkilega erfitt að taka sjálfsmyndir í buxunum. En það tókst að lokum c",)

Seinni buxurnar með tvöfalda brotinu.

Fyrri buxurnar með einfalda brotinu.

Að lokum ein heil sjálfsmynd. Af mér stoltri af því að hafa sparað mér jafn mikinn pening og ég gerði.

05 June 2011

Krukkurnar hennar Gyðu

Ég var spurð að því um daginn hvað ég gerði við allar krukkurnar sem ég hekla. Góð spurning. Ég hekla mun meira en ég kemst yfir að nota sjálf.
Ekki það að mar á nú aldrei of marga kertastjaka á dimmum vetrarkvöldum...eða hvað?


En krukkurnar sem ég á til eru tilvaldar sem afmælisgjafir og fá nú allir sem ég þekki heklaðar krukkur við öll tækifæri.

Þetta eru krukkur sem ég gerði handa Gyðu vinkonu en hún sérpantaði krukkur úr fallegu kúptu sultukrukkunum sem hægt er að fá hér og þar.
Ég varð auðvitað við því þar sem hún Gyða safnar saman öllum krukkum sem koma í hús til hennar og gaf mér einmitt þessar krukkur.

Frú Gyður ný útskrifuð sem Kennari og hinn yndisfagri sonur hennar Þorvaldur

Það þurfti aðeins að aðlaga uppskriftina að krukkunum þar sem þær eru kúptar,
en það var ekkert mál.Er ekkert smá sátt með þessar krukkur...eins og flest allar...en þær koma einstaklega vel út finnst mér.