Var e-ð að gramsa á netinu eins og ég geri svo oft og rakst á svo skemmtilegt blogg hjá einni konu.
Hún var með verkefni í gangi sem hún kallar A square a day in May. Hún var búin að safna saman 30 mismunandi uppskriftum að ferningum og heklaði hún einn ferning á dag. Hún bauð öllum þeim sem vildu vera með að vera með og var með linka að öllum ferningunum á blogginu líka.
Út frá blogginu hennar fann ég tvö önnur blogg sem orð fá varla lýst hvað þau eru æðisleg!
Þessi gella er að gera 1 ferning á í dag í HEILT ár! Ef það er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað. Hún er líka með linka og tekur fram hvaðan hún fær alla ferningana. Stundum eru þetta uppskriftir af netinu og aðrar úr bókum...en hún segir alltaf hvaða bókum.
Er alveg að fíla ferningana hennar. Litina sem hún velur. Og myndirnar sem hún tekur.
Þessi gella er líka að gera ferning á dag í HEILT ár. Ég elska líka litina sem hún velur og það eru alveg ótrúlega margir flottir ferningar hjá henni. Hún er líkt og hinar tvær mjög dugleg að linka á ferningana sem hún velur.
Ég er svo uppnumin af þessum bloggum. Ef þetta er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað. Það þarf tíma til að skipuleggja hvað á að gera. Finna til alla ferningana. Auðvitað að hekla. Plús að blogga um þetta allt. Þessar gellur eiga alla mína aðdáun!
Mæli með því að þið skoðið bloggin þeirra og sjáið allt purdy-purdy heklið þeirra. Er strax ástfangin af einum ferningi sem ég var að prófa að hekla. Yarn Clouds Square. Og langar að gera marga marga fleiri.
Kannski einn daginn þegar ég hef meiri frítíma...og meiri metnað...þá mun ég leggja í svona verkefni. Veit samt ekki hvort ég legg í heilt ár.
Já þessi í miðjunni er svaka flottur... en glætan að ég myndi endast í mánuð hvað þá í heilt ár... ég myndi samt held ég alveg meika í viku ;)
ReplyDeleteÆtli þetta verði ekki bara kvöð en ekki skemmtun þgar mar ÞARF að hekla e-ð. En kannski gera þær nokkra í einu og bíða svo bara með að pósta þeim.
ReplyDeleteJú sennilega gera þær þetta þannig... eru í stuði og gera margar og eiga svo frí einhverja dagana :)
ReplyDeleteÉg kann nú bara að hekla eina tegund af ferning en þegar ég sé þessa, þá verð ég alveg æst í að læra að gera fleiri! Flottar útlitsbreytingarnar blogginu þínu og það er alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvað þú ert að bardúsa! :-) Mitt blogg: http://kh-handcrafts.blogspot.com/
ReplyDeleteHæ skvísur :) takk fyrir linkin, mér finnst líka þeir þurfi að vera frekar litlir til að vera flottir og lika gaman að gera :) langar einmitt að kaupa mer bokina með 200 mismunandi ferningum að gera.
ReplyDeleteHún er æði. 200 blocks, Jan Eaton er alveg eitt af idol-unum mínum c",)
ReplyDelete