09 February 2011

Gamalt hekl

Ég elska gamalt hekl. Þegar ég er að skoða hekl - á öllum þeim stöðum sem ég skoða hekl - þá er oft mikið af því sama út um allt. Þess vegna elska ég þegar ég sé hekl sem ég hef aldrei séð áður. Og mjög oft er það gamalt hekl.

Í dag stökk ég aðeins inn í Rauðakross búðina í Mjóddinni og þótt það væri ekki mikið af hekli þar þá fann ég þetta stykki. Ég hef ekkert að gera við það. Mér finnst það ekkert sérstaklega fallegt á litinn.

EN ég hef aldrei séð ferninga festa saman svona. Þar sem stykkið kostaði bara 300 kall ákvað ég að kaupa það svo ég geti hermt eftir því. Ég hef séð svo mörg teppi sem eru ferningar í mismunandi litum og svo er heklað í kringum þá með hvítu - og mér finnst það bara vængefið flott. Ég sé mig alveg geta nýtt þetta stykki í e-ð þannig.




Myndir frá öðrum heklurum af teppum sem heilla mig



Ég hef aldrei nægilega mikinn tíma til að hekla allt sem mig langar að hekla. Samt hekla ég alveg helling. Svona lítur dæmigerður eftirmiðdagur út mér. Eftir vinnu. Eftir að búið er að fara í búðina. Eftir að komið er heim. Er kveikt á sjónvarpinu og um leið og Dr. Phil byrjar er heilagur Elínar-tími þar sem ég hekla.

Hálf hekluð krukka - hekl uppskrift til að þýða - heklað stykki - tölvan - ab mjólk

Þegar sú stund er búin þá er best að standa upp og fara að sinna skyldustörfum heimilisins.

05 February 2011

Uppskrift til sölu

Langar ykkur að hekla ykkur eitt stykki krukku - eða kannski fullt af þeim?

Smellið ykkur þá á 1 stykki uppskrift. Er að selja hana á 5 dollara eða 600 kall.
Getið nálgast hana á Ravelry eða ef þið hafið ekki aðgang að PayPal þá getið þið sent mail á handodi.heklarinn@gmail.com

02 February 2011

Mæja!

Ekki býfluga heldur tölvutaska!

Ég er búin að vera að rölta um með tölvuna mína algerlega óvarða og ég elska liti og átti fullt af garni og fékk þá snilldarhugmynd að hekla mér tölvutösku.

Þetta er ekki taska í raun heldur er þetta meira hulstur eða vasi eða...hvað sem þetta er kallað þá er hún litrík og ég er alveg ástfangin!

Liiiitagleði!

Bakhliðin

Tölurnar


Hef aldrei gert hnappagöt...en þetta heppnaðist bara vel.