15 February 2012

Nýji erfinginn

Þá er litli maðurinn minn mættur í heiminn. Eftir erfiða meðgöngu var ákveðið að ég yrði sett af stað 9. febrúar - eða 8 dögum fyrir tímann. Fæðingin gekk vel og voru ekki nema 6 tímar frá því að verkirnir byrjuðu þar til prinsinn var mættur. Hann var í prýðilegri stærð og mældist 52 cm og 3835 gr eða 15 merkur.


Við ákváðum nafnið hans fyrir löngu síðan og þar sem okkur foreldrunum og stóra bróður var farið að finnast soldið erfitt að þegja yfir því var ákveðið að tilkynna það við fæðingu. 

Og hefur litli maðurinn okkar fengið nafnið 
Mattías Móri


Hann er alveg yndislegur. Sefur eins og engill. Drekkur eins og herforingi. Hefur þegar klárað heilan bleijupakka og pissað hressilega yfir pabba sinn. Heilsan mín er öll að koma til - svo ég er mjög sátt þessa dagana.

06 February 2012

Ísland

Ég hef lítið getað heklað síðustu vikurnar. En ég hef þó aðeins getað sinnt handavinnu. Krosssaumur virðist ekki fara jafn illa í hendurnar á mér og heklið.

Ég vann magnað afrek síðasta mánuðinn.Ég kláraði krosssaumsmynd af Íslandi sem hefur legið inní skáp hjá mér síðan 2007. 


Móðursystir mín keypti sér þetta verkefni og var rétt byrjuð á því þegar veikindi hennar versnuðu til muna og hún dó. Maðurinn hennar bað mig e-u seinna að klára verkið fyrir hann svo hann gæti átt það.
Skammast mín smá fyrir að hafa ekki klárað þetta fyrr. En andinn kom aldrei almennilega yfir mig...og mar þarf að hafa andann yfir sér til að hafa drifkraft í verkefnið fyrir hendi.













Það sem mér finnst soldið merkilegt við þessa mynd er hvaða merkingar eru á kortinu. Reykjavík er inni, Keflavík, Akureyri og Húsvík líka. En ekki mikið meira. Hvergi minnst á Selfoss, Egilsstaði, Höfn eða nokkuð annað á Suður- og Austurlandi. Ísafjörður er heldur ekki memm né nokkuð annað á Vesturlandi eða Vestfjörðum.

Ég hefði alveg getað bætt því inn á kortið sjálf...en eftir þetta tímafreka verk þá nennti ég því hreinlega ekki.

Herðatré x 10

Guðmunda systir átti afmæli 31. janúar og gaf ég henni 10 hekluð herðatré í tilefni dagsins.
Öll herðatrén voru í mismunandi lit og öll voru þau úr glimmer garni.



Dökkbleika, fjólubláa og gráa garnið er Kartopu glimmer garn sem ég keypti í A4 eða Fjarðarkaup.
Restin er glimmer garn sem ég fékk hjá ömmu.
Notaði hekunál nr. 5,5.
Góðar leiðbeiningar að hekluðum herðatrjám fann ég á þessu bloggi.




Sem betur fer hafði ég heklað þau fyrir jól því ég hefði aldrei getað heklað þau núna því ég er svo slæm af þessu óléttu-carpal-tunnel-óþverra. Heklaði einn smekk í seinustu viku og var að deyja í hendinni eftir það.


Get ekki lýst því fyrir ykkur hvað ég sakna þess að hekla. Get ekki beðið eftir að batna.
Verð sett af stað núna á fimmtudaginn, eða 9. febrúar, þannig að ég þarf ekki að bíða mikið lengur c",)