06 February 2012

Ísland

Ég hef lítið getað heklað síðustu vikurnar. En ég hef þó aðeins getað sinnt handavinnu. Krosssaumur virðist ekki fara jafn illa í hendurnar á mér og heklið.

Ég vann magnað afrek síðasta mánuðinn.Ég kláraði krosssaumsmynd af Íslandi sem hefur legið inní skáp hjá mér síðan 2007. 


Móðursystir mín keypti sér þetta verkefni og var rétt byrjuð á því þegar veikindi hennar versnuðu til muna og hún dó. Maðurinn hennar bað mig e-u seinna að klára verkið fyrir hann svo hann gæti átt það.
Skammast mín smá fyrir að hafa ekki klárað þetta fyrr. En andinn kom aldrei almennilega yfir mig...og mar þarf að hafa andann yfir sér til að hafa drifkraft í verkefnið fyrir hendi.













Það sem mér finnst soldið merkilegt við þessa mynd er hvaða merkingar eru á kortinu. Reykjavík er inni, Keflavík, Akureyri og Húsvík líka. En ekki mikið meira. Hvergi minnst á Selfoss, Egilsstaði, Höfn eða nokkuð annað á Suður- og Austurlandi. Ísafjörður er heldur ekki memm né nokkuð annað á Vesturlandi eða Vestfjörðum.

Ég hefði alveg getað bætt því inn á kortið sjálf...en eftir þetta tímafreka verk þá nennti ég því hreinlega ekki.

5 comments:

  1. mikið óskaplega er þetta fallegt hjá þér!Til hamingju með að vera búin að klára þetta mikla verk!

    ReplyDelete
  2. Ohh...Æii ég tárast....dugleg....xxx Sofia...

    ReplyDelete
  3. En skemmtilegt! Til hamingju með þetta! Ef andinn kemur yfir þig seinna getur þú bætt fleiri merkingum inn á ;-)

    ReplyDelete
  4. Vá en flott hjá þér. Til hamingju með klárið :)

    ReplyDelete
  5. Vá hvað þetta er geðveikislega flott. Ég er handóð eins og þú nema ég er alltaf með útsaumsdót í höndunum. Ekki veistu hvar móðursystir þín heitin komst yfir þetta?

    Mátt endilega svara mér á ha090399@unak.is
    Með fyrirfram þökkum

    ReplyDelete