21 May 2012

Graffað á Grenivík

Við fórum í ferðalag um helgina. Keyrðum til Grenivíkur á föstudaginn og svo aftur heim til Reykjavíkur á sunnudeginum. Samtals gerði það 870 km keyrslu um helgina - og ég keyrði þar sem kæró er ekki með bílpróf. Verð að segja að mér finnst skemmtilegra að vera farþegi á ferðalögum en ökumaður. 

Strákarnir mínir stóðu sig eins og hetjur. Móri svaf næstum því allan tímann og grét bara smá. Mikael var ekki með neina unglingaveiki, tuðaði ekki neitt og passaði uppá litla bróður í aftursætinu. 

Tilefni þessarar langferðar var 60tugs afmæli tengdó. En þó svo það hafi verið voða gaman að fara í ferðalag og hitta tengdó þá var þetta alltof löng keyrsla fyrir svona stuttan tíma.  Næst þegar við bregðum okkur til Grenivíkur þá munum við stoppa mikið lengur.

Áður en við fórum af stað fékk ég þá hugmynd að graffa á Grenivík svo ég tók með mér 3 ferninga sem ég hafði gert sem prufur og höfðu legið í kassa síðastliðin 2 ár. Ég fékk svo leyfi til að graffa þvottasnúruna hjá tengdó.


Hann Mikael minn tók svo myndir af mér á meðan ég saumaði verkið upp.





Vertu aðeins meira happy sagði Mikael.


Heklið nýtur sín vel í fallegri náttúru á Grenivík.


  



1 comment: