11 September 2010

Heklaður kanntur #2 - Hnúta kanntur

Þetta er kanntur sem ég nota sjálf mikið, hann er mjög einfaldur og kemur vel út, annars væri ég ekki að nota hann.

Hnútur: Heklið 3 loftlykkjur, tengið saman með keðjulykkju í fyrstu loftlykkjuna til að mynda hnút.
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í e-a lykkju, gerið eina loftlykkju og fastapinna í sömu lykkju. Heklið 2 fastapinna, 1 hnút, 3 fastapinna, 1 hnút, endurtakið út umferðina, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.

Það er auðvitað hægt að hafa hnútana fleiri eða færri með því að auka eða fækka fastapinnunum sem gerðir eru á milli hnútanna.

Hnúta kanntur á teppum sem ég hef gert:
Bláa og fjólubláa teppið - 3hyrninga teppið

No comments:

Post a Comment