Það eru í raun tvær útgáfur af sama kanntinum hérna, sitt hvorum megin við hornið, með hnúðum og án hnúða.
Umferð 1: Byrjið á að gera 3 loftlykkjur (telst sem 1 stuðull), 2 stuðlar, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 3 stuðlar, 1 loftlykkja, hoppið yfir næstu lykkju, 3 stuðlar. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju.
Umferð 2 - án hnúða: Byrjið í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja,1 fastapinni í sama bil, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil.
Umferð 2 - með hnúðum: Byrjið í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja,1 fastapinni í sama bil, 3 loftlykkjur, *1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni* í næsta loftlykkjubil, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil, *1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni* í næsta loftlykkjubil.
Til að gera horn: 1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni, 5 loftlykkjur, 1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni.
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃
2 weeks ago
No comments:
Post a Comment