Þessi kanntur er ótrúlega auðveldur og einfaldur en samt um leið voða sætur.
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í e-a lykkju, gerið eina loftlykkju og fastapinna í sömu lykkju. Gerið fastapinna allann hringinn. Tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, heklið 3 loftlykkjur, hoppið yfir 2 fastapinna, 1 fastapinni í næstu lykkju, heklið 3 loftlykkjur, hoppið yfir 2 fastapinna, 1 fastapinni í næstu lykkju. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃
2 weeks ago
No comments:
Post a Comment