22 May 2010

Litríkur Hnúta Ferningur

Hér er uppskrift af Hnúta ferningi. Það tók smá tíma að komast upp á lagið með að gera hnútana, en um leið að það var komið þá flaug þetta alveg áfram.

Sérstök skammstöfun: GH = gerið hnút (sláið bandinu upp á nálina, stingið í gegnum lykkjuna og dragið upp, hafið lykkjuna soldið lausa, sláið bandinu aftur upp á nálina og stingið aftur í sömu lykkjuna, þegar 5 lausar lykkjur eru á nálinni sláið þið bandinu aftur yfir nálina og dragið í gegnum allar lykkjurnar).


Upphafslykkjur: Heklið 28 ll.

Upphafsumferð: Heklið 1. ft í 2. ll frá nálinni, heklið 1 fp í hverja lykkju út umf, snúið (27 fp)

1. umf: 1 ll, 1 fp í hverja lykkju út umf, snúið.

2.-3. umf: Endurtakið 1. umf.

4. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

5.-11. umf: Endurtakið 1. umf.

12. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

13.-19. umf: Endurtakið 1. umf.

20. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

21.-27. umf: Endurtakið 1. umf.

28. umf: 1 ll, 1 fp í næstu 3 lykkjur, *GB í næstu lykkju, 1 fp í næstu 4 lykkjur; endurtakið frá *þrisvar sinnum, GB, 1 fp í næstu 3 lykkjur, snúið.

29.-32. umf: Endurtakið 1. umf.

Hvað er: ll - fp - st


2 comments:

  1. Hvernig kemur þetta út á röngunni?

    ReplyDelete
  2. Ekkert rosalega fallega. Ég notaði auðvitað sama þráðinn alls staðar á milli.

    En ef þú myndir slíta á milli hvers hnútar þá kæmi það ekki illa út.

    ReplyDelete