24 August 2011

Litasprengja

Ég er þannig gerð...held ég hafi pottþétt minnst á það áður...að ég fæ flugur í hausinn og verð að hlaupa til og framkvæma þær jafnóðum.

Ég fékk svoleiðis flugu í hausinn núna um daginn. Yngri systir mín er ólétt og er sannfærð um að hún gangi með strák (verður staðfest eða ekki 31. ágúst). Mig langaði að gera handa henni teppi...eins og ég geri alltaf...en mig langaði að gera e-ð öðrvísi.
Ég á alveg endalaust mikið af garni og mikið af því eru afgangar eða ein dokka svo það dugar ekki í heilt verkefni eeen það gæti nýst í samsuðu sem yrði alger litasprengja.

Svooo ég safnaði saman öllu garninu sem ég átti og var af svipuðum grófleika.

Í bláum lit.

Í hvítum lit.

Í grænum lit.

*****

Niðurstaðan varð þessi:

Marglitt teppi handa Jóhönnu.

Og það er svo sannarlega litasprengja.

Teppið er einstaklega einfalt í framkvæmd, heklað fram og til baka.
Ég notaði eins og fyrr segir alls konar garn og heklunál nr. 5,5.

Það kemur mjööög skemmtilega út að eigin mati.

Það er heklað úr spori sem myndi þýðast á íslensku sem Stör(sedge stitch).

Ég heklaði svo utan um það með gráu Lanett og nál nr. 3
Og notaðist ég við þessa aðferð.


Planið er svo að setja inn uppskrift fljótlega.
Sem er eins og alltaf þegar ég nenni c",)

10 comments:

  1. Flottir litirnir!

    ReplyDelete
  2. Mjööög flott teppi:) skemmtilegir litirnir í því:) Hvaða hekl ertu með í teppinu?

    ReplyDelete
  3. Kallast Sedge stich eða á íslensku Stör spor.

    ReplyDelete
  4. það er best að geta notað afganga. Það kemur alltaf á óvart og svo er svo mikil tiltekt í því að nýta allt sem maður á.
    Love it!

    ReplyDelete
  5. Geggjað teppi - hlakka til að fá uppskrift!

    ReplyDelete
  6. Má ég spyrja hvaða heklunálarstærð þú notaðir þegar þú heklaðir teppið?
    Mér finnst það koma rosalega vel út hjá þér, enda ertu heklsnillingur.
    Ég prófaði að gera þetta hekl með frekar fínu garni og fannst það frekar þétt og stíft, borgar sig kannski að hekla frekar laust?

    Takk fyrir skemmtilega síðu :)

    ReplyDelete
  7. Svo flott teppi, hlakka til að sjá hvernig sedge stitch er gert :)

    ReplyDelete
  8. Ég notaði heklunál nr 5.5, venjulega nota ég heklunál 3,5 þegar ég hekla úr þessu garni, en fannst það einmitt of þétt.

    ReplyDelete