29 June 2012

20tugs teppi Jóhönnu

Þá er Keðjuverkunar teppið mitt loksins tilbúið.
Akkurat í tíma fyrir tvítugs afmæli Jóhönnu systur minnar.
Enda var teppið einmitt ætlað henni.




Var ekki alveg viss hvernig kannt ég ætti að gera utan um.
Endaði á að gera Kannt #1 í bleiku og rauðu glimmer.
Kom bara vel út.

Þá get ég loksins farið að hekla e-ð annað.
Reynir svakalega á þolinmæðina mína að klára svona stór verk c",)



27 June 2012

Allt í mauki

Þetta verður líklegast í eina sinn sem ég mun nokkurn tímann blogga um e-ð matarkyns. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að búa til mat. Einfaldlega því mér finnst það alveg hundleiðinlegt. Og eitt af því sem ég sagðist aldrei ætla að gera var að mauka barnamat. 

En nú er standa málin þannig að Móri minn er orðinn svo stór að hann er farinn að fá graut og barnamatur er barasta fokk dýr. Þegar systir mín sagði mér hvað það er ódýrt og auðvelt að gera mauk þá fannst mér ég verða að gefa þessu séns.


Ég skokkaði út í búð og keypti hráefnið: Spergilkál, kókosolía og sæt kartafla
Uppskriftir og leiðbeiningar fékk ég á www.cafesigrun.com


Hjálparkokkarnir mínir fríðu...
...sem entust þó ekki lengi


Það kom mér á óvart hvað þetta var auðvelt.
Mesti tíminn fór í að bíða á meðan grænmetið var í gufu.
Eftir alla vinnuna var afraksturinn 21 máltíð.


Samkvæmt útreikningum mínum þá kostar máltíðin 26 kr.
Lítil krukka af barnamat kostar út úr búð 189 kr.
Sparnaðurinn er því massífur!


Móri var ekki alveg viss hvað honum fannst um maukið fyrst um sinn.


En hann tók maukið fljótlega í sátt.


Og var bara nokkuð hress að máltíð lokinni.




Ætla pottþétt að gera mauk aftur.
Næst ætlum við að prófu peru- og graskersmauk.
Mæli með þessu fyrir allar mömmur sem þykir vænt um peninginn sinn.

Og auðvitað börnin sín líka 



26 June 2012

Prjónaðar fígúrur

Það eru margir að hekla ýmsar fígúrur - svo kallað amigurumi - en ég hef ekki séð marga vera að prjóna fígúrur.


Ég rakst á þessa stelpu á Ravelry. Hún heitir Rebecca Danger og hannar ótrúlega flottar fígúrur til að prjóna. Mæli með því að þið kíkið á síðuna hennar.








20 June 2012

Prekl aka The Knook

Ég rakst á þetta fyrirbæri The Knook á heimasíðu Leisure Arts og finnst þetta bara virka soldið spennandi. Þetta er allavegana öðrvísi og áhugavert.


Með The Knook þá prjónaru með heklunál. Svo á íslensku gæti þetta kallast prekl.


Mynd frá I'd rather be Knooking

The Knook er sem sé heklunál með spotta. Ekki ósvipað og rússnesk heklunál. Í rússnesku hekli þá heklaru áfram og svo aftur á bak til baka en með The Knook þá preklaru áfram rennir lykkjunum niður á spottann og preklar svo til baka.


Í þessu myndbandi er sýnt hvernig þetta er gert. Myndbandið er þó svo langdregið að það er kvalarfullt. Vildi að svona óþolinmótt fólk gæti hraðspólað á YouTube.



Fyrst var ég ekki alveg að sjá hvaða möguleika þetta prekl hefði uppá að bjóða en eftir því sem ég skoða þetta meir þá sé ég að það er hægt að kaupa nokkrar bækur með prekl uppskriftum.


Það er spurning hvort mar eigi að skella sér á The Knook og byrja að prekla?
Hægt er að kaupa þetta í gegnum Amazon eða heimasíðu Leisure Arts.

Hefur e-r prófað þetta?





18 June 2012

Litun á ull - Námskeið

Fékk þetta mail frá Kristínu bloggara og ákvað að deila þessu áfram hérna.
Ef þið hafið áhuga á að lita ull þá er þetta þrælsniðugt námskeið.



Mynd af blogginu hennar Kristínar


Litun á ull - jurtalitun og út úr eldhússkápnum

Ég býð uppá námskeið í litun á ull, þar sem ég kenni notkun á litfesti (Álsalt) ásamt því að kynna ýmis litunarefni sem er að finna í næsta nágrenni við okkur á höfuðborgarsvæðinu og inní eldhússkápnum hjá flestum okkar.

Hversu margir geta tekið þátt?
- Þar sem við verðum í heimahúsi og pláss er takmarkað, get ég tekið á móti 4 þátttakendum í einu.

Hvað verður gert?
- Námskeiðið verður haldið í Mosfellsbæ, þar sem farið verður í stutta jurtaskoðunarferð (örstuttur göngutúr).
- Kynning á á ýmsum litunarefnum
- Við “sjóðum” saman einband uppúr litfesti (álsalti og vínsteini)
- Við litum ull með einhverjum skemmtilegum efnum

Verð og hvað er innifalið?
- 7500 kr.
- 2 dokkur af einbandi sem við litum saman
- Lítið hefti með helstu upplýsingum úr námskeiðinu

Tími:
- Frá 13:00-17:00 á laugardegi (eða þangað til við erum búin að lita ullina og hún farin að kólna)

Hvað á að koma með?
- Prjóna- eða hekludótið, þar sem við munum þurfa að sitja og bíða eftir að garnið sé tilbúið...

Ef einhver sem þú þekkir eða þú sjálf/ur hefur áhuga, skaltu endilega hafa samband:
kristin-hrund@gmx.de



14 June 2012

Mömmumont ♥

Hann Mikael minn er ekki bara tölvunörd heldur er hann líka mjög listrænn og hefur verið alveg frá því að hann var lítill. Ég hef svo gaman af öllu sem hann finnur upp á að gera og má til með að monnta mig aðeins af honum.

Síðustu 2 ár hefur hann verið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Í ár var hann á sérstöku myndasögunámskeiði. Allir krakkarnir á námskeiðinu skelltu svo saman í bók í lok ársins með myndasögunum sínum.


Mikael var að útskrifast úr 5. bekk og fékk reglulega góðar einkunir. Þá sérstaklega gekk honum vel í listgreinunum. 

Myndmenntarmappan hans var mjög vel myndskreytt með NeonCat og tölvuspilara nafninu hans sem er Herocats.


Í myndmennt gerði hann líka þessa Creeper leirkrukku með loki.


Í textílmennt saumaði hann svo bangsa handa litla bróður sínum sem er samsuða af NeonCat og Creeper og heitir NeonCreeper. Fyrir vikið fékk hann 9 í einkun í Textílmennt sem gleður mitt handavinnuhjarta.
NeonCreeper-inn er litlríkur...en hann virðist ekki vera mjög hamingjusamur.


Og auðvitað líkar Móra vel við bangsann.





Að lokum kemur svo mynd af listamanninum.
Þetta er Facebook profile myndin hans og hafði hann mikið fyrir þessari uppstillingu.





10 June 2012

Allt er framförum háð

Mér miðar hressilega áfram með teppið mitt. Er búin að vera að hekla það í ca. 5 vikur núna og það er orðið ca. 150 cm á lengd. Fer bráðum að vera búin - vonandi - því það eru bara 30 cm eftir.

Ég er ekkert smá ánægð með þetta teppi og verð meira og meira hrifin af því eftir því sem ég hekla meira og meira.


Ég ákvað að hafa litina ekki alltaf í sömu röð...en auðvitað er regla í óreglunni...ég er ekki fær um neitt annað.

Þó ég sé hrifin af öllum þessum litum...


...þá er þetta litacombo alveg uppáhalds.
Baby grænn, blár og hvítur glimmer.
Langar að gera sér teppi með þessum litum.


Þegar ég er búin að hekla teppið sjálft þá er bara eftir að ganga frá nokkrum endum.
Vildi óska að ég færi að venja mig á það að hekla endana inní heklið jafnóðum.
Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.


Aþena systurdóttir mín er svo hrifin af teppinu að hún bókstaflega slefar yfir því.




08 June 2012

Að ári liðnu...

Í júní í fyrra - fyrir einmitt ári síðan - graffaði ég þetta graff á Vesturgötunni.


Í júní í ár - að ári liðnu - er graffið enn uppi.


Það verður þó að segjast að það hefur látið verulega á sjá og er ekkert sérlega fallegt lengur.


Ég sakna þess soldið að ganga Vesturgötuna því þar fann ég iðulega ný gröff sem kættu mig reglulega mikið. 

*****

Ég tók einmitt myndir af tveim nýjum sem ég fann...fann þriðja en kunni ekki við að taka mynd af því þar sem það stóð hópur af fólki við það að reykja.

Myndarlegt ömmu-fernings-graff.

Hér hefur blómum í björtum litum verið bætt við graff síðan í fyrra.

*****

Í dag 9. júní er International Yarn Bombing Day 2012.
Ég held ég verði að skjótast út og graffa aðeins í tilefni dagsins.




02 June 2012

Aftur og aftur krukkur

Ég er alltaf að gera fleiri krukkur og þar sem það er heill hellingur af þeim hérna heima þá er eins gott að finna e-r not fyrir þær.

Það er hægt að nota þær...

...undir blóm

...fyrir heklunálar

...undir snyrtidót

...sem lampa


...og auðvitað sem kertastjaka




Síðustu viku heklaði ég tvær nýjar týpur af krukkum til að gefa sem útskriftargjafir.

Sumarlitablanda

Þessar minna mig á býflugnabú

Bleikar krukkur með jarðaberjamynstri

Innpakkað og fínt