27 June 2012

Allt í mauki

Þetta verður líklegast í eina sinn sem ég mun nokkurn tímann blogga um e-ð matarkyns. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að búa til mat. Einfaldlega því mér finnst það alveg hundleiðinlegt. Og eitt af því sem ég sagðist aldrei ætla að gera var að mauka barnamat. 

En nú er standa málin þannig að Móri minn er orðinn svo stór að hann er farinn að fá graut og barnamatur er barasta fokk dýr. Þegar systir mín sagði mér hvað það er ódýrt og auðvelt að gera mauk þá fannst mér ég verða að gefa þessu séns.


Ég skokkaði út í búð og keypti hráefnið: Spergilkál, kókosolía og sæt kartafla
Uppskriftir og leiðbeiningar fékk ég á www.cafesigrun.com


Hjálparkokkarnir mínir fríðu...
...sem entust þó ekki lengi


Það kom mér á óvart hvað þetta var auðvelt.
Mesti tíminn fór í að bíða á meðan grænmetið var í gufu.
Eftir alla vinnuna var afraksturinn 21 máltíð.


Samkvæmt útreikningum mínum þá kostar máltíðin 26 kr.
Lítil krukka af barnamat kostar út úr búð 189 kr.
Sparnaðurinn er því massífur!


Móri var ekki alveg viss hvað honum fannst um maukið fyrst um sinn.


En hann tók maukið fljótlega í sátt.


Og var bara nokkuð hress að máltíð lokinni.




Ætla pottþétt að gera mauk aftur.
Næst ætlum við að prófu peru- og graskersmauk.
Mæli með þessu fyrir allar mömmur sem þykir vænt um peninginn sinn.

Og auðvitað börnin sín líka 



6 comments:

  1. vá hvað ég man eftir þessu allt-í-mauki-tímabili... þetta er skemmtilegt þegar maður byrjar ekki satt? Ég sauð líka svona fyrir strákana mína - og þessi eldri vildi bara aldrei dótið úr krukkunum sem getur verið ópraktískt... ég gerði því eitt ef ég vildi halda mauki/graut/graut með mauki heitu og var á ferðinni: geymdi það í svona hitamáli fyrir kaffi - mjög sniðugt. ;-)

    ReplyDelete
  2. Ég maukaði fyrir yngra barnið mitt og fannst þetta besta leiðin til að stjórna því hvað fór ofan í hann fyrstu mánuðina. Hann smakkaði aldrei krukkumatinn ;)

    ReplyDelete
  3. Þetta er nú meira gullið sem þú átt ! :)

    Maður verður víst að vera hagsýnn í dag, mjög skynsamlegt og mikill sparnaður að mauka/elda sjálf.
    Ég t.d elda annað slagið risa skammta og frysti til að grípa í þegar við erum með mat sem hentar ekki vel í lítinn viðkvæman maga.

    ReplyDelete
  4. Jú þetta er nefninlega merkilega skemmtilegt. Þetta er hollt og ódýrt. Kostirnir eru allir með þessu c",)

    ReplyDelete
  5. Ég er að byrja í sama stússi og þú að mauka. Æðislegt hvað það fer vel með littla kroppa og veskið :P Hvaðan eru plastílátin sem þú ert að nota? Ég hef verið að frysta með klakaformi og setja svo í frystipoka en þarf svo á svona lítil ílát að halda líka :)

    Kveðja,
    Birgitta

    ReplyDelete
    Replies
    1. Heyrru ég er að nota þvagprufuglös. Eins smekklega og það hljómar. En þau eru auðvitað keypt ný, koma dauðhreinsuð í plasti og mega fara í uppþvottavél, þola ekki örbylgju. Og kosta litlar 58 kr stykkið!
      Ein stelpa í skólanum benti mér á þetta. Alger snilld og mjög ódýrt :)

      Delete