08 June 2012

Að ári liðnu...

Í júní í fyrra - fyrir einmitt ári síðan - graffaði ég þetta graff á Vesturgötunni.


Í júní í ár - að ári liðnu - er graffið enn uppi.


Það verður þó að segjast að það hefur látið verulega á sjá og er ekkert sérlega fallegt lengur.


Ég sakna þess soldið að ganga Vesturgötuna því þar fann ég iðulega ný gröff sem kættu mig reglulega mikið. 

*****

Ég tók einmitt myndir af tveim nýjum sem ég fann...fann þriðja en kunni ekki við að taka mynd af því þar sem það stóð hópur af fólki við það að reykja.

Myndarlegt ömmu-fernings-graff.

Hér hefur blómum í björtum litum verið bætt við graff síðan í fyrra.

*****

Í dag 9. júní er International Yarn Bombing Day 2012.
Ég held ég verði að skjótast út og graffa aðeins í tilefni dagsins.
3 comments:

 1. Skemmtileg tilviljun ég vissi ekki einu sinni að það væri svona dagur til, var einmitt að klára einn stóran ferning sem ég ætla að "graffa" á morgun :)

  ReplyDelete
 2. ohh ég hef aldrei graffað með þessum hætti! Verð svo að gera það einnvertíman :)

  ReplyDelete
 3. Marín: Já þú verður að skella þér í graffið líka...þetta er voða gaman.
  Dagný: Væri gaman að sjá mynd.

  Ég vaknaði svo slæm í bakinu og gat varla hreyft mig svo ég fór ekki langt frá húsinu mínu þann daginn svo ég graffaði ekkert :(

  ReplyDelete