Um þessar mundir er ég að vinna að verkefni sem verður ótrúlega spennandi að sjá útkomuna á. Ég er í hóp af handavinnufólki sem ætlar að graffa heilan strætó. Það er öllum velkomið að vera með í þessum hópi okkar - svo ef þú hefur áhuga smelltu þá hér og vertu memm.
Í stað þess að hekla e-ð nýtt þá fór ég ofan í kassa og fann dúllur úr hálfkláruðum verkum sem hafa legið þar í ár eða lengur. Að svo stöddu er ég komin með fjórar sessur og eitt bak - sem sé á strætósæti.
Ég fann 28 þríhyrninga sem ég ætla að gera lengju úr.
Og 22 jólahjörtu sem fara líka í lengju.
Ég er að kenna Jóhönnu systur minni að hekla.
Aþena dóttir hennar hjálpaði mömmu sinni samviskusamlega
að athuga hvort það væru nokkuð flækjur í garninu.
Aþena dóttir hennar hjálpaði mömmu sinni samviskusamlega
að athuga hvort það væru nokkuð flækjur í garninu.
"Get ekki betur séð en að garnið sé í lagi"
Afrakstur æfingarinnar var þessi stórglæislegi hálsklútur c",)
Nú er systir mín byrjuð á alvöru verkefni
og stefnir á að klára eitt stykki Hexagon peysu úr Þóru heklbók.
og stefnir á að klára eitt stykki Hexagon peysu úr Þóru heklbók.