18 July 2012

Hekldagbók

Um daginn fór ég út í búð og keypti garn í peysur sem ég ætlaði að hekla handa Móra og Aþenu. En eins og ég sagði í fyrri færslu þá keypti ég vitlaust garn og peysan hans Móra varð alltof þung. Því ákvað ég að hekla ekki aðra eins peysu fyrir Aþenu heldur gera öðrvísi peysu sem passaði fyrir Kambgarnið. Ég ákvað að halda smá dagbók yfir þetta hekl mitt...sýna þróunina í myndum fyrir hvern dag.

Dagur 1:
Heklaði eina og hálfa ermi.
Ákvað að hekla ekki endana jafnóðum því mér fannst það sjást of mikið.


Dagur 2:
Kláraði seinni ermina og gekk frá endum í ermum.
Það var ágætis verk.
Byrjaði á bolnum.
 


Dagur 3:
Kláraði bolinn og gekk frá endum í honum.
Byrjaði og kláraði berustykkið og festi þannig ermarnar við bolinn.


Dagur 4:
Kláraði að ganga frá endum.
Saumaði saman ermarnar.
Heklaði boðunginn, eins og það er kallað.
Gerði tvær misheppnaðar snúrur
og náði því ekki að klára peysuna þennan daginn.
 


Dagur 5:
Bjó til þriðju snúruna.
Það er ekki alveg fyrir mig að gera snúrur.
Þræddi snúruna í hásmálið og voila peysan er tilbúin.
Og bara frekar flott þótt ég segi sjálf frá.



Er voða skotin í þessu V-mynstri.
Það væri hægt að gera virkilega fallegt teppi úr því.


Uppskrift: Þóra heklbók
Stærð: 12-18 mánaða
Garn: Kambgarn, tæpar 5 dokkur
Heklunál: 3,75

4 comments:

  1. Mjög flott... en dí allir þessir endar ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já þeir voru frekar svakalegir. En ég var merkilega fljót að þessu.

      Delete
  2. Flot peysan, litirnir koma vel út :-)

    ReplyDelete
  3. Mikið ertu með fallega liti í peysunni :)
    Takk kærlega fyrir útskýringarnar! Langar að prófa að hekla þessa en var ekki alveg búin að fatta hvernig hún er gerð. Hef notað þetta V mynstur í ýmislegt. Ung dóttir mín var að klára mjög fallegt einlitt barnateppi úr lanet ullargarni og notaði þetta hekl. Einfalt og fallegt munstur fyrir byrjendur í hekli t.d. í trefla og handstúkur eða hringtrefla.
    Kv. Hanna

    ReplyDelete