27 April 2011

Hekl-flúr...?

Er búin að vera að velta fyrir mér soldið öfgakenndri hugmynd. Syni mínum til mikillar mæðu. En sú hugmynd er að fá mér húðflúr. Hekl-flúr. Mér finnst það geggjað fyndið.
Sonur minn er sem sé alfarið á móti því að móðir hans fái sér flúr.

Þetta er bara svo töff.

Sérstaklega þar sem frasarnir á ensku fyrir heklara eru tvíþættir og alger húmor í þeim.
Heklunál er hook og heklari er hooker og að hekla er hooked.
Gæti fengið mér Happy Hooker eða Hooked since 1996.

Alltof fyndið!


Hér eru nokkrar myndir af svölum handavinnu flúrum.


Eða kannski ætti ég að taka því rólega og vera skynsöm og fá mér bara hálsmen?


4 comments:

 1. Auðvitað færðu þér húðflúr ef þig langar í það. Vertu bara viss um að þú veljir þér eitthvað sem þú verður ekki leið á seinna meir.

  ReplyDelete
 2. Láttu vaða ef þig langar í hekl-flúr... en persónulega myndi ég láta hálsmenið duga ;)

  ReplyDelete
 3. Það er stærsta vandamálið. Ég er svo fljót að skipta um skoðun að ég er ekki viss um að mér finnist þetta svo góð hugmynd eftir e-n x tíma.
  En þetta er í alvarlegri íhugun c",)

  ReplyDelete
 4. hahhaha .. hef ég sagt þér hversu mikið ég ann þér elsku Elín mín ;)

  ReplyDelete