03 April 2011

Garn litað - lazy style

Ég er búin að vera dáleidd af garninu sem margar konur eru að lita heima hjá sér og deila með okkur hinum annað hvort á bloggunum sínum eða barnalandi. Mig er búið að langa mikið til að prófa að gera sjálf EN ég hef ekki haft neitt sérstakt verkefni í huga né garn þannig AÐ ég keypti mér e-ð garn í Góða Hirðinum og ákvað að prófa það bara.


Ég veit ekki einu sinni hvað þetta garn er...eða hvort þetta sé garn yfir höfuð eða bara snæri. En það var í massavís og kostaði 500 kall svo tapið var alls ekki mikið.


Ég kalla þetta Lazy Style því þetta var frekar letilega gert hjá mér. Ég sauð vatn í potti. Hellti því í krukku. Setti Kool aid útí. Setti garnið ofan í. Hrærði. Lét garnið hanga þar í langan tíma. Svo tók ég það úr og setti á ofninn. Frekar letilegt.


Garnið fyrir og eftir. Ágætislitur á þessu. Ekkert til að missa sig yfir þó. Notaði Cherry Kool aid.


Sá í einum leiðbeiningunum sem ég las þá sagði konan að mar ætti ekki að binda garnið of fast nema manni fyndist "bundið garn" flott. Skildi ekki hvað hún meinti...fyrr en ég tók bandið af. Ef ég hefði fattað þetta fyrirfram hefði ég bundið það á fleiri stöðum því mér finnst þetta soldið töff.


My biggest fan Guðmunda jr. var eins og vanalega á svæðinu. Hún mætir alltaf stundvíslega til að fylgjast með ÖLLU garntengdu sem ég tek mér fyrir hendur.


Er með smá verkefni í huga fyrir þetta snærisgarn mitt.

Flott blogg á íslensku um hvernig á að lita garn:
Flott blogg á ensku um hvernig á að lita garn:
  • Knitty.com - Flottasta Kool aid litunarsíðan
  • Knitty.com - Mjög flottar leiðbeiningar um að lita garn með matarlit.
  • Dharma Trading - Handmálað bómullargarn
  • eHow - Að lita garn með kaffi
  • pea soup - Garn litað með matarlitum


Svo að lokum ein önnur mynd af henni Guðmundu minni sem er...skv greindavísitöluprófi fyrir ketti sem við fundum á google...alls ekki mikið gáfnaljós.

4 comments:

  1. OHohohoho ég fæ klæ í puttana :)
    Hef prófað einu sinni að lita garn sjálf og notaði þá matarliti. Sambýlingurinn kvartaði sáran undan edik lyktinni sem lagði um íbúðina á meðan en ómæómæ hvað ég skemmti mér við að sjá útkomuna. Ég litaði léttlopa og norska ull í grænum og bláum tónum. Langar þegar ég sé þessar myndir að fara að lita meira :)

    Hlakka til að sjá hvað verður úr þessu hjá þér :)

    ReplyDelete
  2. Hehe það jákvæða við að lita með Kool aid var að það var góð kirsuberja nammi lykt út um allt :)

    ReplyDelete
  3. Mér finnst liturinn mjög flottur hjá þér :) Ég elska heimalitað garn, það er svo gaman að prjóna úr því ;)

    ReplyDelete
  4. Uppúr þessu bloggi ákvað ég að fara að lita föt sem ég var hætt að nota, takk fyrir hvatninguna :)

    Valborg

    ReplyDelete