19 April 2011

Enn meira litað garn

Núna um daginn lá ég heima með flensu í heila viku. Ekki rúmliggjandi veik en samt nógu veik til að vera óvinnufær. Hvað gera bændur þá? Lita meira garn.

Ég sá Prjónaperlurnar vera að lita garn með karrý og bara varð að prófa.
Og þar sem ég ELSKA kaffi þá varð ég auðvitað að reyna að lita garn með því líka. Svo var ég líka með fína Kool-Aidið sem ég keypti í Ameríkunni.

Hráefnin

Ég vildi mislitt garn svo ég setti ekki allt garnið á sama tíma í pottinn



Er alveg mjög sátt með allt Kool-aid garnið






Karrý garnið heppnaðist bara vel. Nema það varð ekki jafn mislitt og ég vildi.
Kaffi litunin tókst ekkert vel. Garnið litaðist eiginlega ekki neitt.


En Kool-aid garnið er mjög svo flott.



Ég ákvað að nota allt þetta garn í verkefni handa sjálfri mér.
Gerði mér 2 krukkur sem ég ætla að hafa inní herbergi og...




...svo ákvað ég að hekla utan um nokkur herðartré í stíl sem ég ætla líka að hafa inní herbergi.


Planið er að setja snaga á vegg og láta uppáhalds kjólana mína hanga þar til skrauts og gamans. Alger óþarfi að láta þetta alltaf hanga í felum inní skáp.
Set kannski mynd af þessu inn þegar allt er komið.


Fann ótrúlega sætar leiðbeiningar um hvernig skal hekla utan um herðatré hér. Í hennar aðferð þá felur hún saumana...sem er mjög sniðugt. En þar sem ég var bara að gera þetta handa sjálfri mér þá var mér sama þótt saumarnir sæust og saumaði þau bara beint á herðatréð.
Líka þá var ekki hægt að taka járn stykkið úr öllum herðatrjánum sem ég keypti. Svo ef þið ákveðið að skella ykkur í svona mission þá myndi ég athuga hvort járnin séu heil í gegn um herðatrén eða hvort það sé hægt að skrúfa þau úr.
  • Garnið - eða snærið öllu heldur - keypti ég á 500 kall í Góða Hirðinum.
  • Herðatrén keypti ég líka í Góða Hirðinum, fékk 10 stk á 400 kall.
  • Keypti krukkurnar líka í Góða á 10 og 20 kr stk.
  • Kool-aid var svo keypt í USA en það fæst víst í Megastore og Kosti líka.

Það er magnað hvað er hægt að finna í Góða Hirðinum til að vinna með í handavinnunni - og allt saman þar fæst á skít og ingeting c",)

3 comments:

  1. Why danke Garmunda c",)

    ReplyDelete
  2. Læk læk læk, langar svo í svona herðatré, eins og mér fannst þetta ljótt þegar ég var yngri hvað ég þrái að eignast svona í skápinn hans Benjamíns!

    kv. Jókus

    ReplyDelete
  3. töff litun. en þú getur litað með Te, það er öflugra litarefni heldur en kaffið. kaupir telauf og sýður það saman með garninu, líklega þarf edik eða salt í það til að festa litinn,

    það er líka sniðugt að kaupa berjateblöndur í söstrene grene og prófa þær. þá færðu rauðari tóna.

    ReplyDelete