02 April 2011

Hekl tákn

Eitt af því fallegasta og frábærasta við hekl...ekki það að ég elska allt sem tengist hekli...eru hekl táknin eða crochet symbols.

Ég uppgötvaði fyrst hekl tákn þegar ég keypti mér bókina Beyond the Square Crochet Motifs eftir Edie Eckman. Hún setur uppskriftirnar sínar upp á svo snilldarlegan hátt í þessari bók. Það er ljósmynd af heklinu, mynsturmynd með táknum og skriflegar leiðbeiningar. Ég lærði að fylgja uppskriftum teiknuðum upp með táknum með þessari bók og mæli því algerlega með henni. Uppskriftirnar sem eru í bókinni eru líka frábærar.

En fyrir ykkur sem hafið áhuga á að læra þá er hér mynd af þessum táknum af þeim grunnsporum sem við notum mest í hekli.


Svo er hér ein mynsturmynd eða uppskrift sett upp með táknum af hinum hefðbundna ömmuferningi ef e-m langar að æfa sig.


Ég er ekki alveg viss hvort mynsturmynd eða hekl tákn séu réttu orðin til að nota yfir þessi hugtök. Ef þið vitið um íslensk heiti yfir þetta eða hafið bara betri tillögur endilega deilið því með mér.

1 comment:

  1. Frábært blogg hjá þér, ég rakst á það á flakki um netið. Er sjálf með handavinnu/föndur blogg og það er mjög gaman að rekast á þitt:) Frábært að fá svona útskýringamyndir.

    ReplyDelete