16 January 2013

14/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Þessi ferningur kom smekktilega á óvart. Það var auðvelt að hekla hann, uppskriftin er vel skrifuð og mér finnst hann bara frekar sætur.

Ég held að ferningurinn yrði jafnvel enn betri ef mar hætti að hekla eftir dökkbláu umferðina og hefði bara litla stjörnuferninga. Gæti orðið sætt teppi.

Fyrst að ég var búin að skipta um bláan lit einu sinni þá ákvað ég að gera það aftur. Skipti úr dökkbláum yfir í gallabláan. Breytingin er ekkert svakaleg, en þessi gallabláai er ótrúlega fallegur.



No comments:

Post a Comment