Í haust kom í ljós að litlasta systir mín væri ólétt og fór hausinn á mér á fullt að hugsa um allt sem ég gæti og ætlaði að hekla handa litla barninu. Húfur, vettlinga, sokka, skó, peysur, auðvitað teppi - og já bara heilan helling! Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að því að hekla handa litlum börnum ekki satt.
Þegar leið á meðgönguna kom í ljós að það var ekki allt eins og það ætti að vera. Og litla barnið var mjög veikt. Við héldum lengi í vonina að allt myndi vera í lagi...en þegar tíminn leið þá kom það betur í ljós að það var því miður alls ekki í lagi.
Því fæddist litlasta frænka mín andvana langt fyrir sinn tíma.
Emilía Mist
f. 17. desember 2010
f. 17. desember 2010
Hún var svo pinku ponsu lítil, bara 24 cm og 1 mörk, en hún var samt svo sæt.
Alveg ótrúlega smá en samt alveg tilbúin og ótrúlega fullkomin.
Hún fékk samt sem áður teppið sitt - það bara mjög sætt þótt ég segi sjálf frá - og fékk teppið að fara með henni í kistuna þegar hún var jörðuð í dag.
samhryggist innilega, á sjálf 4 börn og yngsta er 4 mánaða og get ekki ímyndað mér hvernig er að ganga í gegnum barnsmissi.
ReplyDeleteEn teppið er fallegt og fallegt að leyfa því að fylgja henni.
kv Hugrún Ósk
Sorgleg frásögn, samhryggist ykkur öllum.
ReplyDeleteEn teppið er ótrúlega fallegt og það hefur án efa verið gott fyrir foreldrana að hafa hlýtt og fallegt teppi með í kistuna hjá litla gullinu sínu.
kv.Katla
Sæl,
ReplyDeleteÉg varð að setja nokkrar línur hérna inn. Fyrir það fyrsta þá samhryggist ég ykkur innilega. Mikið sem litla frænka þín hlýtur að vera þakklát fyrir að hafa með sér svona fallegt teppi :)
Í öðru lagi er hérna klapp á bakið: *klappidíklapp*. Ótrúlega gaman að renna í gegnum síðuna þína. Er sjálf ólæknandi heklari og hef því einstaklega gaman af lestrinum - og ekki síður áhorfinu. Við erum greinilega með svipaða litadýrkun ;)
Bestu kveðjur að norðan,
FD
Æji litla skinnið :(
ReplyDeleteMegi almættið veita ykkur öllum styrk í sorginni.
Samúðarkveðja,
Sjöfn Elísa Albertsdóttir
Takk fyrir frábæra síðu ;D
ReplyDeletetakk takk..