Eftir að ég hafði borgað spjallaði ég aðeins við konurnar sem voru að vinna þarna og önnur þeirra spurði mig hvort ég heklaði mikið og sagði að ég ætti endilega að koma á útsöluna þeirra sem byrjaði á laugardaginn. Svo bauðst hún til að sýna mér garnið sem færi á útsölu.
Oooog það var svooo flott. Og það var Mayflower sem eru einmitt sama tegund og uppáhalds akríl garnið mitt. Konan var svo almennileg að hún bauðst til að selja mér garnið á útsöluverði 550 kr. þó svo að útsalan væri ekki byrjuð.
Hvernig gat ég sagt nei?!
Og því voru keyptar 3 dokkur í viðbót!
Kóngablár
Nú er bara að byrja að vinna úr hugmyndunum sem ég er með úr hausnum og framkvæma!
Það er nokkuð ljóst að ég hef litla sem enga sjálfsstjórn þegar kemur að garni c",)
Wow! Lovely colours! And what a nice lady to give you a discount before the sale started :) I would have bought more yarn as well.. hehe..
ReplyDeleteSæl Handóð, getur verið að þú eigir einhver barnateppi á lager til sölu, fyrir litla prinsessu?
ReplyDeleteKv. Ingibjörg ingasta@hotmail.com