23 January 2012

Appelsínugult garn - afrakstur

Þá er appelsínugula garnið mitt tilbúið og notað. 

Ég ákvað að lita 3 dokkur af einbandi með appelsínugulu Kool Aid. Ég notaðist við merkilega skemmtilega aðferð þar sem klakar eru notaðir til að gera garnið mislitt. Fríða sem heldur úti Prjónablogginu er með flottar leiðbeiningar um þetta á blogginu sínu.

Ég var mjög ánægð með útkomuna og fannst garnið mjög flott þegar ég var búin að vinda garnið upp í kúlu. En oft finnst mér sprengt/marglitt garn mjög flott þegar það er bara hnykill en ekkert sérstaklega flott þegar ég er búin að hekla úr því.Það var bara eitt sem ég lennti í veseni með í þessu ferli. Litaði 3 dokkur, allar á sama tíma, í sama eldfasta mótinu, en samt sem áður komu þær ekki eins út. 
Ég var ánægðust með þá dokku sem var appelsínugulust (neðri myndin)Ég ákvað að hekla úr dokkunum eftir "dökkleika" og finnst í raun ekki sjást á sjalinu sem ég heklaði að dokkurnar hafi verið mislitar.Sjalið sem ég heklaði úr garninu er sjalið Kría úr Þóru heklbók. Ég er að fíla hvað sjalið er auðvelt að hekla en samt sem áður er skemmtileg áferð á því.


Ég gerði 55 umferðir sem er aðeins stærra en uppskriftin segir til um. Það er enn of lítið fyrir minn smekk svo ég verð að plögga mér meira garni. Er að hugsa um að lita svo bara allt sjalið alveg æpandi appelsínugult þegar ég er búin að stækka það.Þá er bara eitt vandamál eftir. Ég þrái að geta notað einband í sjalaheklinu mínu (ég elska hekluð sjöl) því það er bæði ódýrt og gott úrval af litum í boði. En ég meika ekki lopa og get ekki haft sjalið um hálsinn því það stingur mig svo mikið. Ég er búin að þvo sjalið í þvottavélinni á ullarprógrammi með lopasápu og það mýktist...en ekki nóg. 


Nú veit ég að það eru klárar handavinnukonur sem skoða bloggið mitt - hafið þið ráð fyrir mig? Hvernig á ég að mýkja einbandið svo það meiði mig ekki?5 comments:

 1. Þetta er ákaflega fallegt sjal hjá þér - til hamingju með það! :-) Mig dreymir um að kunna að hekla alminnilega! Ég er svo fullkomlega sammála þér í samb. við sprengda garnið... ótrúlega fallegt í hnykli en ekkert spes prjónað...
  í sambandi við að ná "stingunni" úr ullar-prjónlesi geri ég tvennt ef um mjög viðkvæma er að ræða:
  nr. 1. þvæ fyrst úr venjulegri sápu og skola vel og það 2 sinnum - í seinna skiptið bæti ég við mýkingarefni (þessu venjulega fyrir þvottavélina) og læt þetta liggja í smá stund. skola svo úr.
  nr 2. : þvæ svo prjónlesið svo uppúr hárnæringu, læt þetta liggja í góða stund og hengi svo upp til þerris án þess a skola hana úr.

  Vona að þetta hjálpi eitthvað smá...

  ReplyDelete
 2. Hef einmitt heyrt; að láta prjónlesið lyggja í hárnæringu í dágóðan tíma og leggja það svo.
  kv
  Berglind Haf

  ReplyDelete
 3. ...appelsínugulur er líka í uppáhaldi hjá okkur :) og aðferðin sekmmtileg.

  En varðandi ullina og að hún stingi, þá hef heyrt að hægt sé að skella sjalinu í frost í smá tíma. Frostið á að mýkja ullina

  ReplyDelete
 4. Takk fyrir þessi ráð. Ætla að láta reyna á hvort tveggja - hárnæringu á sjalið og heklprufu í frost.

  Spennó :)

  ReplyDelete
 5. Ég nota sjampó og hárnæringu þegar ég er að skola úr lopanum. Það virkar vel.

  ReplyDelete