Mér er alveg að leiðast að vera tölvulaus - get ekki hent heklinu inn um leið og það dettur af nálinni.
Fékk æði um daginn fyrir að hekla dúka. Ætlaði að nota þá í annað en það féll upp fyrir. Svo dúkarnir voru stífaðir. Hvað ég ætla að gera við þá núna hef ég eiginlega ekki hugmynd. En ég er búin að sanna fyrir sjálfri mér að ég get heklað dúka.
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃
3 weeks ago
Flott síða hjá þér! Ég er prjónóð og á eftir að fá hekl-delluna. Kannski get ég lært eitthvað af þér. En mig langaði að gefa þér hugmynd fyrir hekluðu dúkana þína. Ég sá þetta reyndar í Hofi á Akureyri, kannski leiðinlegt að vera að stela hugmyndum af öðrum...en kannski er það einmitt það sem handavinnan gengur oft út á. Þar var heklaður eða prjónaður dúkur límdur á blindramma, þ.e. striga. Rosa flott. T.d. svartur dúkur á hvítum ramma. Hægt að gera alls konar og t.d. gera þrjá mismundandi og líma á þrjá ramma. Mjög flott! Veit því miður ekki hver listamaðurinn var. Kveðja, Sunna fyrir austan :)
ReplyDelete