Jóka besta vinkona varð 25 ára þann 23. september. Eins og mér er einni lagið byrjaði ég auðvitað allt of seint að plana gjöfina handa henni. Það var hins vegar ekkert erfitt að ákveða sig þar sem hún er lengi búin að vera að tuða um teppi. En í lok september átti ég engann pening til að kaupa garn í teppið. En þar sem Jóka þekkir mig vel var hún ekkert hissa á að ég væri sein með gjöfina.
Eftir e-a hugsun ákvað ég að gera stórt zik-zak sófateppi handa henni. Ég notaði Aran garnið úr Hagkaup - þetta í risadokkunum, það fóru 4 dokkur í teppið og nál nr. 4,5 varð fyrir valinu. Þegar búið var að kaupa garnið var svo spítt í lófana og allt sett á fullt. Það tók mig 17 daga að gera teppið og þykir mér það bara nokkuð öflugt.
Bónus við gjöfina var svo að ég fékk bílprófið mitt - loksins - í október og gat því skutlast í heimsókn til hennar með teppið.
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃
3 weeks ago
No comments:
Post a Comment