20 March 2013

Hekla saman ferninga #2


Keðjulykkjur að framan

Þetta er hin fínasta aðferð, einföld og þægileg. 
Ég hef ekki notað hana lengi en nota hana stundum
þegar ég er að hekla saman ferninga sem hafa allir sama litinn
í síðustu umferð líkt og Sarafiu ferningarnir hafa.


Leggið ferningana saman með réttuna út á við. 
Stingið nálinni í aftari hluta lykkjunar í hvorum ferning.
Gerið keðjulykkju.

Í hornunum eru líka gerðar keðjulykkjur í loftlykkjurnar.
Þegar þú ferð yfir hornið í annað sinn 
er gott að gera eina loftlykkju svo það myndist ekki tog 
þegar farið er yfir keðjulykkjurnar sem eru þar fyrir.
(smellið á myndirnar til þess að stækka þær)



Hér sérðu hvernig þetta kemur út með öðrum lit
en aðallitnum. 


Hér sérðu hvernig þetta lítur út þegar aðalliturinn
er notaður til þess að tengja saman ferningana. 


Brúnirnar á tengingunni eru frekar upphleyptar fyrst um sinn.
Með tímanum minnkar það því það teygist úr teppinu þegar það er notað.


Stundum getur verið erfitt að koma orðum að einföldum hlutum.
Ef þér finnst leiðbeiningarnar ekki nógu skiljanlegar 
eða þú rekst á villur endilega láttu mig vita svo ég geti gerti betur


No comments:

Post a Comment