Í næstu viku er ég að fara að skila af mér öllum verkefnunum í þæfingu. Þæfingin greip mig ekki eins mikið og margt annað. En ég verð þó að játa að það er hægt að gera helling skemmtilegt í þæfingu.
Blautþæfing:
Ég gerði tvö verkefni í blautþæfingu. Þetta var ekki alveg fyrir mig. Ég er enn léleg í bakinu eftir meðgönguna og á erfitt með að standa lengi og allt þetta rúll fram og til baka fer illa í sinaskeiðabólguna mína sem hefur heldur ekki kvatt mig eftir meðgönguna. En þetta kemur skemmtilega út og er örugglega mjög skemmtilegt að sjá hvað krakkar gera.
Þæfði utan um þessa krukku líka. Fann leiðbeiningar hér um hvernig mætti gera svoleiðis. Pælingin var að þetta væri eins og kvöldhiminn og því saumaði ég litlar stjörnur í. Mér finnst þó efnið vera aðeins of þykkt um krukkuna því ég vildi að það sæist meira í gegn þegar ég kveikti á kerti.
Þurrþæfing:
Í fyrstu fannst mér þessi þurrþæfing hálf glötuð. Að stinga með nál aftur og aftur í e-ð stykki. En eftir því sem ég gerði meira þá fannst mér þetta bara glimmrandi skemmtilegt. Fyrsta verkefnið mitt var bangsi með rautt hár. Ég ætla að gefa Móra hann þegar áfanginn er búinn.
Því næst þurrþæfði ég nokkrar kúlur. Bæði einlitar og mislitar. Og bjó til armband og hálsmen. Ímynda mér að stelpum gæti fundist þetta skemmtilegt.
Hluti af námskeiðinu er að gera kennsluverkefni í þæfingu. Eftir að hafa lagt hausinn í bleyti...og stungið mig nokkrum sinnum á þurrþæfingarnálinni komst ég að því að þurrþæfing er ekki fyrir unga krakka. Mér datt í hug að þurrþæfa fígúrur og líma segul aftan á. Ég notaði hann Mikael minn (11 ára) og Gissur kærastann (30 ára) til þess að prufukeyra hugmyndina mína. Þeim líkaði báðum mjög vel og gerðu meir að segja tvö stykki hver þó ég hafi bara beðið um eitt. Það var því handavinnukvöld á þessu heimili seinasta föstudagskvöld.
Nýju ískápaseglarnir okkar!
Rauði stóri er eftir Gissur.
Bleika doppótta kanínan og herramaður með hatt er eftir mig.
Creeperinn og kallinn úr Aulinn ég (Despicable Me) er eftir Mikael.
Gissur bjó síðan til þessa fléttu-lengju.
Þæft í þvottavél:
Ég heklaði mér Kríu úr Þóru heklbók fyrr á árinu. Ég notaði einband í verkið og þrátt fyrir að hafa reynt að mýkja sjalið með nokkrum mismunandi leiðum þá hef ég aldrei getað notað sjalið því það stingur. Í stað þess að láta það bara liggja inní skáp áfram ákvað ég að þæfa það. Skellti í þvottavél og þurrkara. Klippti, saumaði, fyllti af troði og skreytti aðeins með pallíettum og voila nú á ég þennan fína nálapúða.
Verkefnið sem kom mér mest á óvart hvað varðar skemmtilegheit var gamla ullarpeysan sem ég þæfði. Ullarpeysan fékk sömu meðferð og Kríu sjalið - þvottavél og þurrkari. Ég klippti framhliðina úr peysunni þræddi e-a perlur á stykkið og ákvað svo að þurrþæfa mynd og úr varð þessi dýrgripur.
Þegar ég var búin kom Mikael heim úr skólanum, sá hvað ég var að gera og vildi fá að gera líka. Sem gladdi mig mjög mikið. Ég tók nokkrar myndir af honum og vinnuferlinu hans.
Hluti af kembunni sem við keyptum okkur í A4. Keyptum slatta!
Að klippa bakhliðina úr peysunni.
Hann er svo sniðugur hann sonur minn.
Honum vantaði liti sem ekki voru til í kembu,
fékk því að gramsa í garnskúffunni minni
og fann til ullargarn í þeim litum sem vantaði uppá.
Byrjaður að þæfa.
Lokaútkoman varð svo Nyan-Cat...svona aldrei þessu vant.
Stykkin og mæðgina saman.
Að lokum ein skemmtileg mynd af Mikael að bregða á leik með ullarpeysuna góðu.
Hann verður mjög glaður að vita af þessari mynd á blogginu mínu c",)
Og þar með líkur þæfingarævintýri mínu. Svona í bili.