12 October 2012

CAL - Crochet A Long

Eins gaman og mér finnst í skólanum þá sakna ég þess oft að hekla. Þess vegna - og vegna þess að ég nenni ekki alltaf að læra - þá hef ég ákveðið að vera með í svo kölluðu Crochet A Long eða á ágætis íslensku Samhekli.

Við erum sem sé nokkrar sem ætlum að hekla sama teppið - Vintage Crocheted Throw & Afghan - og bera saman bækur okkar á meðan. Það er hægt að kaupa uppskriftina á Ravelry og kostar hún litla 5 dollara.

Mynd af Ravelry, Eigandi Quilterkat

Ég ákvað að vera ekkert að kaupa mér nýtt garn. Á nóg fyrir og er búin að kaupa nóg í þessum mánuði. Móri kallinn verður alltaf jafn glaður þegar mamma opnar garnskúffurnar. Hann var ekki lengi á svæðið til að hjálpa til.


Ég valdi mér þessa liti. En þar sem ég er gjörn á að skipta um skoðun þá gæti ég skipt um skoðun áður en yfir líkur.


Ég þjófstartaði aðeins og byrjaði í gær. Hér er fyrsta umferðin komin.


Öllum er velkomið að vera memm. Mætið bara hingað c",)

4 comments:

 1. Ég er rosa spennt. Búin að kaupa uppskriftina,og þá er bara fara í að velja garnið ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég er svaka spennt líka. Finnst voða spennandi að vera í svona hóp c",)

   Delete
 2. En skemmtilegt. Mér sýnist garnið sem þú velur vera kannski ekki allt af sömu gerð, er það allt í lagi? Ég er alltaf svo hrædd um að allt verði ójafnt og kaupi nánast alltaf nýtt garn þegar ég geri teppi.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég geri oft teppi úr mismunandi garni. Finn sjaldan alla litina sem ég vill í sömu tegundinni. Ég reyni að hafa allt garnið svipað í þykkt en það er alveg smá misjafnt. Hef samt ekki lent í því að það sjáist e-ð á teppunum.

   Ég nota líka oft mismunandi tegundir þótt ég kaupi mér nýtt garn eins og t.d. hérna http://handod.blogspot.com/2012/05/nytt-teppi.html

   Delete