27 September 2012

Handverkskúnst

Eins og ég nefndi fyrir e-u þá erum við mamma farnar af stað með námskeiðishald undir nafninu Handverkskúnst. Við erum með hekl- og prjónanámskeið í boði sem ég má til með að minnast á frekar.


Heklaðar utan um krukkur
Mánudaginn 1. október
kl. 18:00-20:30


Prjónaðar bjöllur
Mánudaginn 1. október
kl. 19:00-21:30


Blómadúllur - heklnámskeið
Mánudaginn 8. október
kl. 18:00-20:30


Tvöfalt prjón
Mánudaginn 8. október
kl. 19:00-21:30


Heklaðar bjöllur
Miðvikudaginn 10. október
kl. 18:00-20:30


Heklaðar dúllur - byrjendanámskeið
Mánudaginn 15. október
kl. 19:00-21:30


Hekluð snjókorn - fyrir lengra komna
Miðvikudaginn 17. október
kl. 19:00-21:30



Hekluð snjókorn - fyrir byrjendur
Mánudaginn 22. október
kl. 18:00-20:30

Skráningar fara fram á Facebook síðunni okkar
í gegnum tölvupóst handverkskunst@gmail.com
eða í gegnum síma 662-8635 Elín heklari og 861-6655 Guðrún prjónari

Ef þú ert með hugmynd að námskeiði vertu þá ekki feimin við að deila því með okkur c",)







26 September 2012

Afmælis-stöff

Ég gerðist svo fræg að eiga afmæli þann 14. september og verða hvorki meira né minna en 3tug. Þegar um er að ræða svona handavinnugemling eins og mig þá fékk ég auðvitað handavinnudót í afmælisgjöf.


Alla leið frá Svíþjóð kom Zpagetthi garn í frekar svölum litum. Heklunál nr. 12 fylgdi.
Hlakkar frekar mikið til að fara að hekla úr þessu.


Bók um garn-graff.
Ógeðslega töff, fullt af góðum hugmyndum.
Hlakkar til að lesa betur yfir hana.


Ullargarn með hnökrum í.
Veit að þetta kallast ekki hnökrar...en veit ekki hvað rétta orðið yfir þetta er.



Fékk 3 dokkur af mjög spes garni.
Því fylgir leiðbeiningar um hvernig á að nota það.



Hef aldrei séð svona áður og þarf algerlega að læra að gera e-ð með þetta.

Annars hef ég ekki verið svo dugleg að blogga. Það er bara svo mikið að gera. Og það er soldið erfitt að fara aftur út í lífið eftir að hafa verið heima með litla manni svona lengi. Sérstaklega þar sem hann Móri minn er enn að vakna 3-4 sinnum á nóttunni til að fá brjóstið sitt. Svo ég er þreytt. En það er samt virkilega gaman að vera í skólanum og fá að handavinnast út í eitt.


07 September 2012

Það er leikur að læra

Það er svo gaman í skólanum. Ég er varla að trúa því að þetta geti verið satt. Að vera að í Háskóla að læra handavinnu. Lífið gæti ekki orðið betra. Verkefnin næstu tvær vikurnar eru Vefnaður og Prjón. Ég kunni ekki alveg að vefa - það er nú ekki flókið - en var bara nokkuð fljót að ná þessu.

Ég hef svo oft séð svona ofin verk og ekki fundist þau neitt sérstaklega falleg. Nú er ég farin að vefa og þó vefnaðurinn minn sé ekkert öðrvísi en það sem ég hef séð hjá öðrum þá finnst mér þetta einstaklega fallegt. Hverjum þykir sinn fugl fagur.


Fyrsta mottan sem ég gerði. Mjög einföld.


Önnur mottan sem ég gerði.
Var að reyna að leika mér með að gera e-ð öðrvísi og hafa þetta svona fríhendis.


Þriðja mottan mín og sú flottasta hingað til.
Var að prufa mig áfram í að gera nokkur mismunandi mynstur.


Hef verið að grúska á netinu og fundið nokkrar hugmyndir. Það er þó ekki auðvelt að finna mikið um vefnað á netinu. Næst á dagskrá er að reyna að sortera úr öllum hugmyndunum í hausnum á mér og koma því skipulega frá mér. Það er oft auðveldara sagt en gert.

Svo er það prjónið. Það er um spennandi en um leið krefjandi. Ég hef minnst á það áður að ég prjóna á enskan máta en á Íslandi tíðkast það að prjóna á evrópskan máta. Þannig að ég er að prjóna á minn máta og reyna að prjóna það svo aftur á nýjan máta. Það er frekar gremjulegt að vera að rembast við að prjóna brugðið erfiðu leiðina þegar ég kann auðveldari leið og væri mun fljótari. EN mig langar að kunna bæði og þarf í raun að kunna það ef ég ætla mér að vera kennari.

Svo er ég í einum öðrum áfanga, íslensku og stærðfræði, hann er ekki val heldur skylda. Það verður erfiðast að taka frá tíma til að læra fyrir þann áfanga því mig langar auðvitað alltaf til að gera handavinnuna frekar.

Svo til að toppa allt saman þá ætlum við mamma að fara af stað með námskeið í hekli og prjóni. Erum komnar með FB síðu Handverkskúnst. Ætla samt að blogga betur um það næst.

03 September 2012

Myndaveggur

Fyrir nokkrum árum síðan langaði mig til að hengja upp myndir heima hjá mér. Ég átti hins vegar ekki mikið af peningum og gat ekki keypt ramma. Fyrir utan það þá voru þetta myndir sem voru ekki endilega vanalegar settar í ramma en mér þótti vænt um. Þá fékk ég þá hugmynd að líma myndirnar bara upp á vegg. Og úr varð myndaveggurinn minn. 

Síðan þá hef ég flutt nokkrum sinnum
og alltaf sett upp myndavegginn minn aftur. 
Í dag fór ég svo í það að skella honum upp
á nýja heimilinu. 



Þegar ég var búin að hengja allar myndirnar upp
þá sá ég að myndirnar mynduðu eins konar hjarta.
Mér fannst það nokkuð flott og með því að færa nokkrar myndir til
þá varð þetta að hjarta.


Á miðjum myndaveggnum er svo tréplatti
sem hann Mikael minn bjó til í skólanum.
Á honum stendur 'Heima er best'
og finnst mér hann passa fullkomnlega þarna með.


Við systur gerðumst svo frægar í dag
að vera á forsíðu Morgunblaðsins í dag.
Ekki laust við að mar sé smá montin af sér.



Annars er skólinn byrjaður.
Á morgun er ég að fara í fyrsta almennilega handavinnutímann minn
og fá að vita hvert fyrsta verkefnið mitt verður.
Er ekkert smá spennt!