26 September 2012

Afmælis-stöff

Ég gerðist svo fræg að eiga afmæli þann 14. september og verða hvorki meira né minna en 3tug. Þegar um er að ræða svona handavinnugemling eins og mig þá fékk ég auðvitað handavinnudót í afmælisgjöf.


Alla leið frá Svíþjóð kom Zpagetthi garn í frekar svölum litum. Heklunál nr. 12 fylgdi.
Hlakkar frekar mikið til að fara að hekla úr þessu.


Bók um garn-graff.
Ógeðslega töff, fullt af góðum hugmyndum.
Hlakkar til að lesa betur yfir hana.


Ullargarn með hnökrum í.
Veit að þetta kallast ekki hnökrar...en veit ekki hvað rétta orðið yfir þetta er.



Fékk 3 dokkur af mjög spes garni.
Því fylgir leiðbeiningar um hvernig á að nota það.



Hef aldrei séð svona áður og þarf algerlega að læra að gera e-ð með þetta.

Annars hef ég ekki verið svo dugleg að blogga. Það er bara svo mikið að gera. Og það er soldið erfitt að fara aftur út í lífið eftir að hafa verið heima með litla manni svona lengi. Sérstaklega þar sem hann Móri minn er enn að vakna 3-4 sinnum á nóttunni til að fá brjóstið sitt. Svo ég er þreytt. En það er samt virkilega gaman að vera í skólanum og fá að handavinnast út í eitt.


2 comments:

  1. Til hamingju með afmælið um daginn, ég átti líka afmæli, 13.september og varð FERTUG ! uss :)

    Heppin þú að fá garn í afmælisgjöf, ég fékk ekkert svoleiðis en nóg af pening þannig að ég er búin að vera að kaupa mér eitt og annað sem mig langaði í :)

    Þú átt alla mína samúð með næturgjafirnar, ég var í sama pakka í fullri vinnu og með stórt heimili og svaf ekki nema mest í 3 tíma í einu fyrstu 2 árin. En þetta tekur endi og maður kemst nokkurn veginn heill í gegnum þetta tímabil :)

    Gangi þér vel Elín mín með allt saman !

    ReplyDelete
    Replies
    1. Til hamingju með daginn sömuleiðis! Skemmtileg tilviljun að við skulum eiga stórafmæli með svona stuttu millibili c",)

      Delete