Þegar við vorum á Spáni í sumar þá fann ég þessa smekki í Tælenskri "drasl" búð...þeir kostuðu ekki einu sinni eina evru hver ef ég man rétt. Við systur vorum nýlega óléttar báðar, komnar ca. 10-14 vikur, svo það hentaði fínt að það væru bara til gulir smekkir.
Smekkirnir hafa svo legið niðrí skúffu þar til Aþena litla var skírð svo ég gæti saumað í þá.
Tók mér bækur á bókasafninu með fullt af útsaumssporum.
Smekkirnir voru kjörin vettvangur til að prufa e-ð nýtt.
Smekkirnir voru kjörin vettvangur til að prufa e-ð nýtt.
Hér eru frændsystkinin svo með smekkina sína. Hvorugt var sérstaklega ánægt.
Myndirnar voru teknar í gær en þá var Aþena 8 vikna gömul og Móri 4ra vikna.
Myndirnar voru teknar í gær en þá var Aþena 8 vikna gömul og Móri 4ra vikna.
Það er voða gaman að eiga litla frænku sem er svona nálægt Móra í aldri,
mar fær svona tvíburaútrás í öllu föndri.
mar fær svona tvíburaútrás í öllu föndri.