25 August 2012

11 árum seinna

Kannast e-r annar við það að byrja á verkefni, klára það ekki alveg og geyma inní skáp í mörg ár? 

Þegar ég var ólétt af Mikael mínum árið 2001 saumaði ég 4 kisu myndir sem ég ætlaði mér að hafa í herberginu hans. E-ð gekk mér illa að finna ramma sem myndirnar pössuðu í og því enduðu þær ofan í skúffu. Með tímanum óx Mikael kallinn svo upp úr þeim og þær komu ekkert upp úr skúffunni.


Núna 11 árum síðar hef ég LOKSINS sett myndirnar í ramma!
Það var alveg smávegis púl að koma myndunum í ramma án þess að þær yrðu skakkar.
En að lokum tókst það og tókst bara vel.


Ekki nóg með það
heldur gerðist ég svo fræg í dag
að hengja myndirnar upp á vegg í herberginu hans Móra.


Það skemmir alls ekki fyrir að litirnir í myndunum
eru þeir sömu og í teppinu sem ég heklaði handa honum Móra mínum,
óróanum hans og fleira dóti.
Ætli blár og appelsínugulur verði ekki bara þema litirnir í herberginu hans.


Kemur bara frekar vel út þótt ég segi sjálf frá.


Hér er svo prinsinn. í herberginu sínu.
6 mánaða gamall og nýbyrjaður að sitja.
Algert krútt.

No comments:

Post a Comment